Tískuhúsið Marni frumsýndi á dögunum glænýja herferð fyrir vor og sumar 2017 en það var listakonan Barbara Probst sem var á bakvið myndavélina og hugmyndasmiður herferðarinnar.
Fyrirsæturnar eru í hlutverki ljósmyndara og sjást þær í hvítu stúdíói frá ólíkum sjónarhornum þar sem litir, rými og ljós leika saman. Falleg og áhugaverð herferð frá Marni - leyfum myndunum að tala sínu máli.