Mest áberandi trend ársins 2016 Ritstjórn skrifar 2. janúar 2017 16:30 Bomber jakkinn var áberandi á árinu. Myndir/Getty Trendstraumarnir á þessu ári lágu á margar áttir og það var margt óvænt sem stóð upp úr á árinu. Það sem er þó mest áberandi var hversu mikið af trendum frá 10.áratugnum snéru aftur í allri sinni dýrð. Miðað við þessa þróun verður spennandi að fylgjast með hvað mun bætast við á næsta ári og hvað dettur út. Strigaskórnir hafa verið nauðsynlegir í fataskápnum hjá hverjum einasta Íslendingi seinustu árin og 2016 var alls engin undantekning. Hvort sem það eru gömlu góðu Vans skórnir og Adidas Gazelle eða nýrri skór eins og Rihanna fyrir Puma þá skiptir það ekki máli á meðan hver og einn fyrir það snið sem hentar sér. Íþróttabuxurnar eru nú orðnar leyfilegar við hvaða tilefni sem er. Þægindin skipta öllu máli í dag og þægilegar buxur eru stór partur af því. Buxurnar verða þó að vera í góðu sniði, helst ekki of útvíðar, en allt er þó leyfilegt. Berar axlir er komið aftur í tísku eftir nokkur ár í dvala. Sumarlegt sem og vetrarlegt trend sem allir ættu að geta klæðst. Einnig er hægt að stílisera það við nánast hvað sem er, fínt eða hversdags. Flauelið snéri aftur og það í stórum stíl. Hvort sem það eru kjólar, jakkar, buxur eða bolir. Því meira flauel því betra, sérstaklega um hátíðarnar. Bomber jakkar og hettupeysur eru án efa stærstu trend ársins 2016. Líklega flestar ungar konur eiga hvoru tveggja inni í fataskápnum. Töffaralegur stíll sem á alltaf við. Lausar gallabuxur náðu nýjum hæðum í vinsældum á árinu. Nú má sjá allar týpur á öllum aldri í þessu sniði sem er ekkert nema jákvætt. Trendið er ágætis tilbreyting frá þröngu gallabuxunum sem eru taldar vera á leiðinni úr tísku árið 2017. Bjölluermarnar voru með endurkomu á árinu en stór hluti kvenna eignuðust skyrtu eða kjól með útvíðum ermum. Skemmtilegt og öðruvísi trend en að ekki allir hefði lagt í fyrir ári síðan. Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Vinna best saman í liði Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour
Trendstraumarnir á þessu ári lágu á margar áttir og það var margt óvænt sem stóð upp úr á árinu. Það sem er þó mest áberandi var hversu mikið af trendum frá 10.áratugnum snéru aftur í allri sinni dýrð. Miðað við þessa þróun verður spennandi að fylgjast með hvað mun bætast við á næsta ári og hvað dettur út. Strigaskórnir hafa verið nauðsynlegir í fataskápnum hjá hverjum einasta Íslendingi seinustu árin og 2016 var alls engin undantekning. Hvort sem það eru gömlu góðu Vans skórnir og Adidas Gazelle eða nýrri skór eins og Rihanna fyrir Puma þá skiptir það ekki máli á meðan hver og einn fyrir það snið sem hentar sér. Íþróttabuxurnar eru nú orðnar leyfilegar við hvaða tilefni sem er. Þægindin skipta öllu máli í dag og þægilegar buxur eru stór partur af því. Buxurnar verða þó að vera í góðu sniði, helst ekki of útvíðar, en allt er þó leyfilegt. Berar axlir er komið aftur í tísku eftir nokkur ár í dvala. Sumarlegt sem og vetrarlegt trend sem allir ættu að geta klæðst. Einnig er hægt að stílisera það við nánast hvað sem er, fínt eða hversdags. Flauelið snéri aftur og það í stórum stíl. Hvort sem það eru kjólar, jakkar, buxur eða bolir. Því meira flauel því betra, sérstaklega um hátíðarnar. Bomber jakkar og hettupeysur eru án efa stærstu trend ársins 2016. Líklega flestar ungar konur eiga hvoru tveggja inni í fataskápnum. Töffaralegur stíll sem á alltaf við. Lausar gallabuxur náðu nýjum hæðum í vinsældum á árinu. Nú má sjá allar týpur á öllum aldri í þessu sniði sem er ekkert nema jákvætt. Trendið er ágætis tilbreyting frá þröngu gallabuxunum sem eru taldar vera á leiðinni úr tísku árið 2017. Bjölluermarnar voru með endurkomu á árinu en stór hluti kvenna eignuðust skyrtu eða kjól með útvíðum ermum. Skemmtilegt og öðruvísi trend en að ekki allir hefði lagt í fyrir ári síðan.
Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Vinna best saman í liði Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour