Átakalítil örlög í endalausum gráma Sigríður Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2017 09:00 Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum í Sölku Völku í Borgarleikhúsinu. Mynd/Grímur Bjarnason Leikhús Salka Valka Byggt á samnefndri skáldsögu eftir Halldór Kiljan Laxness Borgarleikhúsið Leikgerð: Yana Ross og Salka Guðmundsdóttir Leikarar: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Björn Stefánsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Jóhann Sigurðarson, Halldór Gylfason, Guðni Kolbeinsson, Júlía Guðrún L. Henje og Auður Árnadóttir Leikstjórn: Yana Ross Leikmynd: Michal Korchewiec Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dramatúrg: Salka Guðmundsdóttir Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon Myndbandshönnun: Algirdas Gradauskas Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Salka Valka eftir Halldór Laxness er Íslendingum afar kær, þessi þroskasaga ungrar verkastúlku sem berst við persónulegt og samfélagslegt mótlæti snertir einhverja djúpa strengi í þjóðarsálinni. Það var því eðlilega spenna loftinu þegar Salka Valka var frumsýnd í Borgarleikhúsinu 30. desember síðastliðinn. Með eftirminnilega túlkun á Mávinum eftir Anton Chekhov í farteskinu snýr Yana Ross aftur í Borgarleikhúsið, nú með jólafrumsýningu hússins á herðunum. Sýningin hefst þegar Steinþór Steinsson flýr Óseyri við Axlarfjörð og skilur mæðgurnar Sölku Völku og Sigurlínu eftir í sárum. Leikstjórinn er skrifuð fyrir leikgerðinni ásamt leikskáldi hússins, Sölku Guðmundsdóttur. Túlkun þeirra á verkinu er áræðin en skortir alla undirbyggingu, bæði hvað varðar tilfinningar persóna og framvindu. Það boðar ekki gott þegar fyrstu atriði sýningarinnar bera vott um slíkan skort sem svo verður að gegnumgangandi vandamáli alveg til loka. Hjartsláttur sögunnar er ástarþríhyrningur Sölku Völku, Steinþórs og Sigurlínu. Salka Valka er risastórt og krefjandi hlutverk fyrir unga leikkonu og fyrirfram var spennandi að sjá hvernig hin hæfileikaríka Þuríður Blær myndi tækla þessa kjarnakonu. Henni er enginn greiði gerður með þessari sýningu því hún fær nánast ekki tækifæri til að gefa Sölku líf þar sem senurnar eru frekar tilbrigði við atriði frekar en hluti af einhverri skýrri heild. Hilmi Snæ Guðnasyni tekst næstum því að færa sýninguna yfir á annað og skárra plan einum síns liðs. Hann kemur með kraft inn í senur og nær að láta þær krauma en líður fyrir sótthreinsaða lögn leikstjórans. Halldóra Geirharðsdóttir er ein af okkar allra bestu leikkonum en í þetta skiptið nær hún ekki að koma Sigurlínu nægilega vel til skila. Að mestu muldra leikararnir sig í gegnum textann með litlum áherslum. Hilmar Guðjónsson gerir ágætlega en Arnaldur er frekar máttvana í sýningunni. Þau Björn Stefánsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Halldór Gylfason fljóta í gegnum verkið, en skilja lítið eftir sig. Jóhann Sigurðarson og Sigrún Edda Björnsdóttir fá einnig lítið að gera en ein fallegasta sena sýningarinnar er hversdagslegt en innilegt samtal á milli Bogesen kaupmanns og Steinunnar. Til hliðar við skáldverkið er komið fyrir sögu um kvikmyndagerðarfólk sem er að taka upp bíómyndina Sölku Völku. Framvindan er líka reglulega brotin upp með innskotum þar sem leikararnir stíga til hliðar og útskýra afstöðu sína til verksins með tilvísunum í íslenskan samtíma. Allt þetta hljómar ágætlega á blaði en verður afskaplega leiðigjörn hugmyndafræðileg mötun. Seinni helmingur sýningarinnar sligast áfram með miklum þunga og verður gríðarlega langdreginn. Hvernig eiga átök sögunnar að komast til skila, þau innri sem ytri, ef leikararnir nálgast persónur sínar eins og úr fjarlægð? Líkt og einlægni hafi verið gerð útlæg. Þessi afstaða hlýtur að skrifast á leikstjórann en ber líka merki um tískubylgju innan íslenskra sviðslista þar sem sjálfhverfni verður miðpunktur sýninga. Þessu verður að linna. Afbyggingin er áhugaverð og spennandi í eðli sínu, hún krefur áhorfendur um að takast á við innsta kjarna verkanna sem um ræðir en bak við hugsun og hugmyndir verður að liggja tilfinningaleg tenging, mannleg ástríða og spenna. Tæknikonan Juliette Louste, sem sér um myndatökuna, og sögumaðurinn Guðni Kolbeinsson mynda áhugaverðasta teymi sýningarinnar. Þau sýna bæði lit, tilfinningalegar áherslur og næmi í sínum hlutverkum sem varla er hægt að segja um nokkurn annan í sýningunni. Tónlistarstjórn og hljóðmynd er í höndum Baldvins Þórs Magnússonar en af einhverjum ástæðum leikur klisjukennd vestratónlist og gítarglamur stórt hlutverk sem aftengir sýninguna enn frekar. Hljóðmyndin er hótinu skárri. Leikmynd Michal Korchowiec er áhugaverð fyrir augað og skiptir stóra sviðinu fallega upp í sviðsvænar einingar en verður fljótlega þunglamaleg og spennulaus, líkt og sýningin sjálf. Búningar Filippíu I. Elísdóttur hafa oft verið betri en litleysið ræður þar líka ríkjum sem og í ljósahönnun Björns Bergsteins Guðmundssonar. Afar sorglegt er að sjá slíka meðhöndlun á Sölku Völku, skáldverki sem er barmafullt af bullandi tilfinningum og ástríðu en birtist áhorfendum hér sem grámyglan ein. Klassísk og ástsæl verk hafa gott af nýjum áherslum en mannlegar tilfinningar hljóta að þurfa vera kjarni slíkra sýninga. Það fer lítið fyrir þeim hér. Niðurstaða: Dauðhreinsuð leikstjórn skilar blóðlítilli sýningu. Leikhús Menning Tengdar fréttir Ímynda mér að ég hafi leikið þetta áður Auður Aradóttir dóttir Ilmar Kristjánsdóttir leikkonu, stígur sín fyrstu skref á fjölum leikhússins þar sem hún leikur Sölku Völku þegar hún er barn í sýningunni Salka Valka. Þess má geta að Ilmur var ólétt af Auði þegar hún sjálf fór með hlutverk Sölku fyrir tíu árum. 27. desember 2016 16:45 Sama hlutverk í Sölku Völku 10 árum seinna Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fer með hlutverk Sigurlínu í sýningunni Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember í Borgarleikhúsinu. Þetta mun vera í annað skipti sem Halldóra leikur hlutverk Sigurlínu í sýningunni, sem byggð er á sögu Halldórs Laxness. 23. desember 2016 10:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Salka Valka Byggt á samnefndri skáldsögu eftir Halldór Kiljan Laxness Borgarleikhúsið Leikgerð: Yana Ross og Salka Guðmundsdóttir Leikarar: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Björn Stefánsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Jóhann Sigurðarson, Halldór Gylfason, Guðni Kolbeinsson, Júlía Guðrún L. Henje og Auður Árnadóttir Leikstjórn: Yana Ross Leikmynd: Michal Korchewiec Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dramatúrg: Salka Guðmundsdóttir Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon Myndbandshönnun: Algirdas Gradauskas Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Salka Valka eftir Halldór Laxness er Íslendingum afar kær, þessi þroskasaga ungrar verkastúlku sem berst við persónulegt og samfélagslegt mótlæti snertir einhverja djúpa strengi í þjóðarsálinni. Það var því eðlilega spenna loftinu þegar Salka Valka var frumsýnd í Borgarleikhúsinu 30. desember síðastliðinn. Með eftirminnilega túlkun á Mávinum eftir Anton Chekhov í farteskinu snýr Yana Ross aftur í Borgarleikhúsið, nú með jólafrumsýningu hússins á herðunum. Sýningin hefst þegar Steinþór Steinsson flýr Óseyri við Axlarfjörð og skilur mæðgurnar Sölku Völku og Sigurlínu eftir í sárum. Leikstjórinn er skrifuð fyrir leikgerðinni ásamt leikskáldi hússins, Sölku Guðmundsdóttur. Túlkun þeirra á verkinu er áræðin en skortir alla undirbyggingu, bæði hvað varðar tilfinningar persóna og framvindu. Það boðar ekki gott þegar fyrstu atriði sýningarinnar bera vott um slíkan skort sem svo verður að gegnumgangandi vandamáli alveg til loka. Hjartsláttur sögunnar er ástarþríhyrningur Sölku Völku, Steinþórs og Sigurlínu. Salka Valka er risastórt og krefjandi hlutverk fyrir unga leikkonu og fyrirfram var spennandi að sjá hvernig hin hæfileikaríka Þuríður Blær myndi tækla þessa kjarnakonu. Henni er enginn greiði gerður með þessari sýningu því hún fær nánast ekki tækifæri til að gefa Sölku líf þar sem senurnar eru frekar tilbrigði við atriði frekar en hluti af einhverri skýrri heild. Hilmi Snæ Guðnasyni tekst næstum því að færa sýninguna yfir á annað og skárra plan einum síns liðs. Hann kemur með kraft inn í senur og nær að láta þær krauma en líður fyrir sótthreinsaða lögn leikstjórans. Halldóra Geirharðsdóttir er ein af okkar allra bestu leikkonum en í þetta skiptið nær hún ekki að koma Sigurlínu nægilega vel til skila. Að mestu muldra leikararnir sig í gegnum textann með litlum áherslum. Hilmar Guðjónsson gerir ágætlega en Arnaldur er frekar máttvana í sýningunni. Þau Björn Stefánsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Halldór Gylfason fljóta í gegnum verkið, en skilja lítið eftir sig. Jóhann Sigurðarson og Sigrún Edda Björnsdóttir fá einnig lítið að gera en ein fallegasta sena sýningarinnar er hversdagslegt en innilegt samtal á milli Bogesen kaupmanns og Steinunnar. Til hliðar við skáldverkið er komið fyrir sögu um kvikmyndagerðarfólk sem er að taka upp bíómyndina Sölku Völku. Framvindan er líka reglulega brotin upp með innskotum þar sem leikararnir stíga til hliðar og útskýra afstöðu sína til verksins með tilvísunum í íslenskan samtíma. Allt þetta hljómar ágætlega á blaði en verður afskaplega leiðigjörn hugmyndafræðileg mötun. Seinni helmingur sýningarinnar sligast áfram með miklum þunga og verður gríðarlega langdreginn. Hvernig eiga átök sögunnar að komast til skila, þau innri sem ytri, ef leikararnir nálgast persónur sínar eins og úr fjarlægð? Líkt og einlægni hafi verið gerð útlæg. Þessi afstaða hlýtur að skrifast á leikstjórann en ber líka merki um tískubylgju innan íslenskra sviðslista þar sem sjálfhverfni verður miðpunktur sýninga. Þessu verður að linna. Afbyggingin er áhugaverð og spennandi í eðli sínu, hún krefur áhorfendur um að takast á við innsta kjarna verkanna sem um ræðir en bak við hugsun og hugmyndir verður að liggja tilfinningaleg tenging, mannleg ástríða og spenna. Tæknikonan Juliette Louste, sem sér um myndatökuna, og sögumaðurinn Guðni Kolbeinsson mynda áhugaverðasta teymi sýningarinnar. Þau sýna bæði lit, tilfinningalegar áherslur og næmi í sínum hlutverkum sem varla er hægt að segja um nokkurn annan í sýningunni. Tónlistarstjórn og hljóðmynd er í höndum Baldvins Þórs Magnússonar en af einhverjum ástæðum leikur klisjukennd vestratónlist og gítarglamur stórt hlutverk sem aftengir sýninguna enn frekar. Hljóðmyndin er hótinu skárri. Leikmynd Michal Korchowiec er áhugaverð fyrir augað og skiptir stóra sviðinu fallega upp í sviðsvænar einingar en verður fljótlega þunglamaleg og spennulaus, líkt og sýningin sjálf. Búningar Filippíu I. Elísdóttur hafa oft verið betri en litleysið ræður þar líka ríkjum sem og í ljósahönnun Björns Bergsteins Guðmundssonar. Afar sorglegt er að sjá slíka meðhöndlun á Sölku Völku, skáldverki sem er barmafullt af bullandi tilfinningum og ástríðu en birtist áhorfendum hér sem grámyglan ein. Klassísk og ástsæl verk hafa gott af nýjum áherslum en mannlegar tilfinningar hljóta að þurfa vera kjarni slíkra sýninga. Það fer lítið fyrir þeim hér. Niðurstaða: Dauðhreinsuð leikstjórn skilar blóðlítilli sýningu.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Ímynda mér að ég hafi leikið þetta áður Auður Aradóttir dóttir Ilmar Kristjánsdóttir leikkonu, stígur sín fyrstu skref á fjölum leikhússins þar sem hún leikur Sölku Völku þegar hún er barn í sýningunni Salka Valka. Þess má geta að Ilmur var ólétt af Auði þegar hún sjálf fór með hlutverk Sölku fyrir tíu árum. 27. desember 2016 16:45 Sama hlutverk í Sölku Völku 10 árum seinna Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fer með hlutverk Sigurlínu í sýningunni Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember í Borgarleikhúsinu. Þetta mun vera í annað skipti sem Halldóra leikur hlutverk Sigurlínu í sýningunni, sem byggð er á sögu Halldórs Laxness. 23. desember 2016 10:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ímynda mér að ég hafi leikið þetta áður Auður Aradóttir dóttir Ilmar Kristjánsdóttir leikkonu, stígur sín fyrstu skref á fjölum leikhússins þar sem hún leikur Sölku Völku þegar hún er barn í sýningunni Salka Valka. Þess má geta að Ilmur var ólétt af Auði þegar hún sjálf fór með hlutverk Sölku fyrir tíu árum. 27. desember 2016 16:45
Sama hlutverk í Sölku Völku 10 árum seinna Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fer með hlutverk Sigurlínu í sýningunni Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember í Borgarleikhúsinu. Þetta mun vera í annað skipti sem Halldóra leikur hlutverk Sigurlínu í sýningunni, sem byggð er á sögu Halldórs Laxness. 23. desember 2016 10:00