Skrúfum frá Hörður Ægisson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Stærsta efnahagsfrétt síðasta árs er sú staðreynd að erlend staða þjóðarbúsins er orðin jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Ísland er nú í hópi fárra Evrópuríkja sem eru lánveitendur við útlönd. Stöðuleikaframlög gömlu bankanna og gríðarlegt innstreymi gjaldeyris vegna fjölgunar ferðamanna, sem gaf Seðlabankanum færi á að kaupa gjaldeyri fyrir um 390 milljarða í fyrra, skipta þar mestu og hefur gjörbreytt grunngerð hagkerfisins. Útlit er fyrir að Ísland verði nettó útflytjandi á fjármagni í náinni framtíð. Þetta eru ótrúleg umskipti á skömmum tíma. Fyrir örfáum árum var gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins neikvæð um nærri hundrað prósent og Ísland glímdi við fordæmalausan greiðslujafnaðarvanda. Nú horfir staðan hins vegar öðruvísi við. Í stað þess að óttast skarpt fjármagnsútflæði og í kjölfarið meiriháttar gengisfall krónunnar við losun hafta er helsta áskorunin á komandi árum að fást við linnulausa gengisstyrkingu. Á nýliðnu ári hækkaði gengi krónunnar um átján prósent og ef fram heldur sem horfir þá kann það að valda verulegu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og grafa undan samkeppnishæfni útflutningsgreina landsins. Stjórnvöld geta að óbreyttu ekki lengur setið aðgerðarlaus hjá. Til að sporna við þessari þróun er ekki síst nauðsynlegt að endurskoða peningastefnu Seðlabankans. Fram til þessa hefur Seðlabankinn reynt að vega á móti mikilli gengishækkun með því að kaupa meira en helminginn af öllu því gjaldeyrisinnflæði sem hefur komið á markaðinn. Slík gjaldeyrisinngrip eru hins vegar kostnaðarsöm og ljóst að ekki verður lengra haldið á þeirri braut. Árlegur vaxtakostnaður bankans af því að viðhalda forða sem nemur nærri fjörutíu prósent af landsframleiðslu hleypur á tugum milljarða. Sá kostnaður kemur til vegna þess að vaxtamunur Íslands við útlönd hefur sjaldan verið meiri. Mikilvægt er að sá vaxtamunur lækki á komandi misserum og þannig verði um leið skapaðar aðstæður í hagkerfinu sem eru til þess fallnar að hvetja lífeyrissjóði og aðra innlenda aðila til að fjárfesta í auknum mæli erlendis. Slíkt fjármagnsútflæði telst ekki lengur áhættuþáttur við haftalosun heldur er það afar eftirsóknarvert markmið til að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt ekki sé ástæða til að gera lítið úr þeim skrefum sem þegar hafa verið tekin til opna Ísland gagnvart umheiminum þá má öllum vera ljóst að hægt er að ganga mun lengra. Í stað þess að veita lífeyrissjóðum landsins sérstaka undanþágu frá höftum til að flytja fjármuni úr landi þá ættu stjórnvöld að opna alfarið fyrir fjárfestingar þeirra erlendis – og íslenskra fyrirtækja og heimila – án nokkurra takmarkana. Seðlabankastjóri hefur sagt að hann vonist til að hægt verði að afnema höftin síðar á þessu ári. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ágætis fyrsta skref nýrrar ríkisstjórnar í þá veru væri að leggja niður starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, sem þjónar engum tilgangi við núverandi aðstæður, og spara skattgreiðendum þannig hundruð milljóna á ári í óþarfa ríkisútgjöld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun
Stærsta efnahagsfrétt síðasta árs er sú staðreynd að erlend staða þjóðarbúsins er orðin jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Ísland er nú í hópi fárra Evrópuríkja sem eru lánveitendur við útlönd. Stöðuleikaframlög gömlu bankanna og gríðarlegt innstreymi gjaldeyris vegna fjölgunar ferðamanna, sem gaf Seðlabankanum færi á að kaupa gjaldeyri fyrir um 390 milljarða í fyrra, skipta þar mestu og hefur gjörbreytt grunngerð hagkerfisins. Útlit er fyrir að Ísland verði nettó útflytjandi á fjármagni í náinni framtíð. Þetta eru ótrúleg umskipti á skömmum tíma. Fyrir örfáum árum var gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins neikvæð um nærri hundrað prósent og Ísland glímdi við fordæmalausan greiðslujafnaðarvanda. Nú horfir staðan hins vegar öðruvísi við. Í stað þess að óttast skarpt fjármagnsútflæði og í kjölfarið meiriháttar gengisfall krónunnar við losun hafta er helsta áskorunin á komandi árum að fást við linnulausa gengisstyrkingu. Á nýliðnu ári hækkaði gengi krónunnar um átján prósent og ef fram heldur sem horfir þá kann það að valda verulegu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og grafa undan samkeppnishæfni útflutningsgreina landsins. Stjórnvöld geta að óbreyttu ekki lengur setið aðgerðarlaus hjá. Til að sporna við þessari þróun er ekki síst nauðsynlegt að endurskoða peningastefnu Seðlabankans. Fram til þessa hefur Seðlabankinn reynt að vega á móti mikilli gengishækkun með því að kaupa meira en helminginn af öllu því gjaldeyrisinnflæði sem hefur komið á markaðinn. Slík gjaldeyrisinngrip eru hins vegar kostnaðarsöm og ljóst að ekki verður lengra haldið á þeirri braut. Árlegur vaxtakostnaður bankans af því að viðhalda forða sem nemur nærri fjörutíu prósent af landsframleiðslu hleypur á tugum milljarða. Sá kostnaður kemur til vegna þess að vaxtamunur Íslands við útlönd hefur sjaldan verið meiri. Mikilvægt er að sá vaxtamunur lækki á komandi misserum og þannig verði um leið skapaðar aðstæður í hagkerfinu sem eru til þess fallnar að hvetja lífeyrissjóði og aðra innlenda aðila til að fjárfesta í auknum mæli erlendis. Slíkt fjármagnsútflæði telst ekki lengur áhættuþáttur við haftalosun heldur er það afar eftirsóknarvert markmið til að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt ekki sé ástæða til að gera lítið úr þeim skrefum sem þegar hafa verið tekin til opna Ísland gagnvart umheiminum þá má öllum vera ljóst að hægt er að ganga mun lengra. Í stað þess að veita lífeyrissjóðum landsins sérstaka undanþágu frá höftum til að flytja fjármuni úr landi þá ættu stjórnvöld að opna alfarið fyrir fjárfestingar þeirra erlendis – og íslenskra fyrirtækja og heimila – án nokkurra takmarkana. Seðlabankastjóri hefur sagt að hann vonist til að hægt verði að afnema höftin síðar á þessu ári. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ágætis fyrsta skref nýrrar ríkisstjórnar í þá veru væri að leggja niður starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, sem þjónar engum tilgangi við núverandi aðstæður, og spara skattgreiðendum þannig hundruð milljóna á ári í óþarfa ríkisútgjöld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun