Öflugasti Bentley frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 11:05 Bentley Continental GT Supersports er lúxusraketta. Ný gerð Bentley Continental GT Supersports hefur runnið af færiböndunum hjá breska lúxusbílasalanum og þar fer öflugasti bíll sem Bentley hefur nokkurntíma smíðað. Hann er með W12 vél með forþjöppum sem skila 700 hestöflum, eða 79 hestöflum meira en forverinn. Það dugar þessum stóra bíl til að taka sprettinn í 100 á litlum 3,4 sekúndum. Í tilfelli blæjuútgáfu bílsins tekur það 0,3 sekúndum lengur en þá leikur vindurinn um hárið og upplifunin ef til vill enn skemmtilegri. Bentley Continental GT Supersports er með hámarkshraðann 336 km/klst en þá þarf að brjóta allar umferðarreglur í Bretlandi og vissara að nýta fremur þennan mikla hámarkshraða á þýskum hraðbrautum með ótakmarkaðan hámarkshraða. Bíllinn er fjórhjóladrifinn enda erfitt að senda allt þetta afl aðeins til tveggja hjóla. Í hefðbundnum akstri fer 60% aflsins til afturhjólanna, en aflið færist milli öxla eftir þörfum hverju sinni og gripi. Með svona mikið afl er vissara að hafa 16,5 tommu bremsudiska að framan og 14 tommu að aftan. Bilinn stendur á 21 tommu felgum og pústkerfi bílsins er úr titanium og með því léttist bíllinn um 5 kíló. Ekki kemur fram hvað bíllinn mun kosta, en það er þó aðeins á færi þeirra efnameiri að fjárfesta í svona grip. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent
Ný gerð Bentley Continental GT Supersports hefur runnið af færiböndunum hjá breska lúxusbílasalanum og þar fer öflugasti bíll sem Bentley hefur nokkurntíma smíðað. Hann er með W12 vél með forþjöppum sem skila 700 hestöflum, eða 79 hestöflum meira en forverinn. Það dugar þessum stóra bíl til að taka sprettinn í 100 á litlum 3,4 sekúndum. Í tilfelli blæjuútgáfu bílsins tekur það 0,3 sekúndum lengur en þá leikur vindurinn um hárið og upplifunin ef til vill enn skemmtilegri. Bentley Continental GT Supersports er með hámarkshraðann 336 km/klst en þá þarf að brjóta allar umferðarreglur í Bretlandi og vissara að nýta fremur þennan mikla hámarkshraða á þýskum hraðbrautum með ótakmarkaðan hámarkshraða. Bíllinn er fjórhjóladrifinn enda erfitt að senda allt þetta afl aðeins til tveggja hjóla. Í hefðbundnum akstri fer 60% aflsins til afturhjólanna, en aflið færist milli öxla eftir þörfum hverju sinni og gripi. Með svona mikið afl er vissara að hafa 16,5 tommu bremsudiska að framan og 14 tommu að aftan. Bilinn stendur á 21 tommu felgum og pústkerfi bílsins er úr titanium og með því léttist bíllinn um 5 kíló. Ekki kemur fram hvað bíllinn mun kosta, en það er þó aðeins á færi þeirra efnameiri að fjárfesta í svona grip.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent