Bíó og sjónvarp

Marvel ljóstrar upp um söguþráð Thor: Ragnarok

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér sjást leikstjóri Thor: Ragnarok, Taika Waititi, og Chris Hemsworth á tökustað.
Hér sjást leikstjóri Thor: Ragnarok, Taika Waititi, og Chris Hemsworth á tökustað. Vísir/Marvel
Marvel kvikmyndaverið hefur gefið út hver söguþráður þriðju myndarinnar um þrumuguðinn Þór, Thor: Ragnarok, verður.

Þeir sem vilja ekkert vita eru varaðir við því að halda áfram lestri greinarinnar því í henni munu koma fram atriði sem gætu spillt áhorfi þeirra sem vilja upplifa myndina án nokkurrar vitneskju um söguþráð hennar.

Chris Hemsworth snýr aftur sem Thor og verður Mark Ruffalo með honum í myndinni sem vísindamaðurinn Bruce Banner sem breytist í óargadýrið Hulk.

Samkvæmt því sem Marvel hefur gefið út þá munu þessar ofurhetjur slást í þessari mynd.

Stutta samantektina á söguþræði myndarinnar hljómar svona: Thor er fangelsaður hinum enda alheimsins án hamarsins volduga og þarf einhvern veginn að koma sér aftur með hraði til Ásgarðs til að koma í veg fyrir Ragnarök, endalok heimkynna hans og siðmenningar í Ásgarði, og takast á við Hel, gyðju dauðaríkisins. Áður en hann getur gert það þarf hann að sleppa lifandi úr bardagakeppni þar sem hann þarf meðal annars að mæta Hulk.“ 

Þar með er ljóst að notast verður við eitthvað úr hinum frægu myndasögum Planet Hulk, þar sem Hulk þarf að berjast fyrir lífi sínu sem skylmingaþræll á annarri plánetu eftir að ofurhetjur gerðu hann útlægan frá jörðinni. 

Thor sást síðast í atriði sem sýnt var eftir kredit-lista Marvel-myndarinnar Doctor Strange í október síðastliðnum. Þar bað hann Doctor Strange að hjálpa sér við leit að föður hans, Óðni, leikinn af Anthony HopkinsHulk sást síðast þegar hann lét sig hverfa í Avengers-þotunni undir lok AvengersAge of Ultron.

Mun Benedict Cumberbatch leika Dr. Strange í Thor: Ragnarok og þá snýr Tom Hiddleston aftur sem Loki. 

Jeff Goldblum mun einnig leika karakter í þessari mynd sem nefnist Grandmaster, sem er sagður einn af öldungum alheimsins sem hefur öðlast fullkomið vald á öllum leikjum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.