Völvuspá áratugarins Logi Bergmann skrifar 7. janúar 2017 07:00 Mér finnst áramót alltaf soltið spennandi. Nýtt upphaf og tími til að taka ákvarðanir um breytingar. Hvort sem þær eru að hætta að éta eins og svín eða bara að reyna að koma betur fram við annað fólk, losa sig við einhvern ósið eða byrja á einhverju meiriháttar. En það er eitt við áramót sem mér finnst alltaf rosalega glatað, völvuspá. Það er í alvöru eitthvað svo stórkostlega hallærislegt við það að hópur blaðamanna rembist við að setja á blað einhvers konar spádóma um það hvað gerist á árinu. Ári síðar yfirgefa þeir svo öll helstu grunngildi blaðamennsku og falsa stórkostlegar niðurstöður úr þessari spá. Gleyma því sem gekk ekki eftir og einbeita sér að því sem rættist. Sem er yfirleitt eitthvað sem segir sig sjálft og orðað á eins loðinn hátt og mögulegt er. Sjálfur ætti ég, samkvæmt þessum spám, að hafa verið í stanslausum vandræðum í vinnu og einkalífi síðustu tíu árin. Búinn að fara á Skjáinn og aftur á RÚV og eignast jafnvel enn fleiri börn. Uppáhaldsspáin mín kom þó fyrir árið 2006 um að við hjónin myndum ekki eignast barn á árinu. Þá var Svanhildur þegar orðin ólétt. Seinna spáðu þeir því reyndar að við myndum eignast barn. Þá hefði annaðhvort Svanhildur eða læknir í Glæsibæ verið í verulega vondum málum …Spákonan ógurlegaSumir ganga meira að segja svo langt að búa til einhvern karakter sem á að vera „spákonan“ sem rýnir í kristalskúluna og „sér“ hvað gerist á árinu. Drepið mig. Í alvöru. Og ég get ekki annað en hugsað hve hressandi þetta er fyrir par sem ég kannast við. Þau lesa það sem sagt í einni af þessu völvuspám nú um áramótin að ekki bara muni þau hætta saman, heldur verði hann líka kominn með aðra konu í sumar. Hversu stórkostleg blanda af minnimáttarkennd og meinfýsni þarf til að skrifa svona? Eða kaflann um kollega minn sem missir svo rosalega stjórn á skapi sínu að hann verður rekinn? Hvernig nennir fólk þessu?Völvuspá í eitt skipti fyrir öllEn eigum við ekki bara að leysa þetta í eitt skipti með völvuspá fyrir næstu tíu árin eða svo: Það verður hart tekist á í pólitíkinni á Alþingi. Það verður mynduð ríkisstjórn og ekki verða allir sáttir við hana. Ekki er útilokað að einn ráðherra lendi í vandræðum og einhverjir munu tala um að rétt sé að hann segi af sér. Völvan sér miklar deilur á vinnumarkaði og jafnvel verkföll. Forsetanum mun ganga vel og margir verða sáttir við störf hans. Þó ekki allir. Hann mun halda áfram að veita orður og munu þær oft vekja upp deilur í samfélaginu. Ekki verða heldur allir sáttir við úthlutun listamannalauna. Veturinn verður umhleypingasamur víða um land. Síðan mun koma vor og loks sumar. Það verður hlýrra en veturinn. Íslendingar munu fá sinn skerf af rigningu en líka sól. Ferðamenn verða svakalega margir og verða ekki allir sáttir við það sem þeir kalla ágang þeirra á íslenskar náttúruperlur. Frægir erlendir tónlistarmenn munu líka koma til landsins og halda tónleika, sem flestir heppnast mjög vel. Frægt fólk heldur áfram að gifta sig og skilja og lenda í alls konar veseni. Reyndar líka ófrægt fólk en það er öllum sama um það. Jólin verða í desember og þá mun fólk eyða of miklu í gjafir og borða of mikið. Þið skiljið hvað ég á við. Er þetta ekki bara orðið gott?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mér finnst áramót alltaf soltið spennandi. Nýtt upphaf og tími til að taka ákvarðanir um breytingar. Hvort sem þær eru að hætta að éta eins og svín eða bara að reyna að koma betur fram við annað fólk, losa sig við einhvern ósið eða byrja á einhverju meiriháttar. En það er eitt við áramót sem mér finnst alltaf rosalega glatað, völvuspá. Það er í alvöru eitthvað svo stórkostlega hallærislegt við það að hópur blaðamanna rembist við að setja á blað einhvers konar spádóma um það hvað gerist á árinu. Ári síðar yfirgefa þeir svo öll helstu grunngildi blaðamennsku og falsa stórkostlegar niðurstöður úr þessari spá. Gleyma því sem gekk ekki eftir og einbeita sér að því sem rættist. Sem er yfirleitt eitthvað sem segir sig sjálft og orðað á eins loðinn hátt og mögulegt er. Sjálfur ætti ég, samkvæmt þessum spám, að hafa verið í stanslausum vandræðum í vinnu og einkalífi síðustu tíu árin. Búinn að fara á Skjáinn og aftur á RÚV og eignast jafnvel enn fleiri börn. Uppáhaldsspáin mín kom þó fyrir árið 2006 um að við hjónin myndum ekki eignast barn á árinu. Þá var Svanhildur þegar orðin ólétt. Seinna spáðu þeir því reyndar að við myndum eignast barn. Þá hefði annaðhvort Svanhildur eða læknir í Glæsibæ verið í verulega vondum málum …Spákonan ógurlegaSumir ganga meira að segja svo langt að búa til einhvern karakter sem á að vera „spákonan“ sem rýnir í kristalskúluna og „sér“ hvað gerist á árinu. Drepið mig. Í alvöru. Og ég get ekki annað en hugsað hve hressandi þetta er fyrir par sem ég kannast við. Þau lesa það sem sagt í einni af þessu völvuspám nú um áramótin að ekki bara muni þau hætta saman, heldur verði hann líka kominn með aðra konu í sumar. Hversu stórkostleg blanda af minnimáttarkennd og meinfýsni þarf til að skrifa svona? Eða kaflann um kollega minn sem missir svo rosalega stjórn á skapi sínu að hann verður rekinn? Hvernig nennir fólk þessu?Völvuspá í eitt skipti fyrir öllEn eigum við ekki bara að leysa þetta í eitt skipti með völvuspá fyrir næstu tíu árin eða svo: Það verður hart tekist á í pólitíkinni á Alþingi. Það verður mynduð ríkisstjórn og ekki verða allir sáttir við hana. Ekki er útilokað að einn ráðherra lendi í vandræðum og einhverjir munu tala um að rétt sé að hann segi af sér. Völvan sér miklar deilur á vinnumarkaði og jafnvel verkföll. Forsetanum mun ganga vel og margir verða sáttir við störf hans. Þó ekki allir. Hann mun halda áfram að veita orður og munu þær oft vekja upp deilur í samfélaginu. Ekki verða heldur allir sáttir við úthlutun listamannalauna. Veturinn verður umhleypingasamur víða um land. Síðan mun koma vor og loks sumar. Það verður hlýrra en veturinn. Íslendingar munu fá sinn skerf af rigningu en líka sól. Ferðamenn verða svakalega margir og verða ekki allir sáttir við það sem þeir kalla ágang þeirra á íslenskar náttúruperlur. Frægir erlendir tónlistarmenn munu líka koma til landsins og halda tónleika, sem flestir heppnast mjög vel. Frægt fólk heldur áfram að gifta sig og skilja og lenda í alls konar veseni. Reyndar líka ófrægt fólk en það er öllum sama um það. Jólin verða í desember og þá mun fólk eyða of miklu í gjafir og borða of mikið. Þið skiljið hvað ég á við. Er þetta ekki bara orðið gott?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun