Greenery er ljós grasgrænn, ferskur litur sem á að tákna nýtt upphaf, vera vísun í náttúruna en grænn er einnig litur ró og friðar.
Þessi ljósgræni er kannski ekki allra en ef skoðaðar eru tískusýningar fyrir vorið og sumarið má sjá að græni liturinn læddist inn á ansi marga tískupalla.







