Allt rangt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. janúar 2017 10:30 Þegar áströlsk hjón hafa borgað fúlgur fjár fyrir þá upplifun að halda að þau séu í raun og veru við það að deyja í íslenskum byl á reginfjöllum, alein og yfirgefin, segir ferðaþjónustufyrirtækið sem bauð upp á þær trakteringar að þau geti sjálfum sér um kennt. Þau hafi gert „allt rangt“. Talsmaður fyrirtækisins segir ekkert því að kenna, allt sjálfum fórnarlömbunum, og lætur liggja að því að þau segi ekki satt um upplifun sína. Hann talar eins og þau séu starfsmenn fyrirtækisins sem svikist hafi um. Maður bíður bara eftir því fyrirtækið fari í skaðabótamál við hjónin.„Óhlýðni“ Einn eigenda Montaineers of Iceland sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að „óhlýðni“ áströlsku hjónanna hafi valdið hrakningum þeirra, en sjálfir höfðu íslensku fjallamennirnir þverskallast við að hlýða aðvörun Veðurstofu um storm og ákveðið að að halda á Langjökul með hóp sinn, enda „vanir fjallamenn“. En það er ekki nóg að vera „vanur fjallamaður“; maður þarf að muna að manni hefur verið treyst fyrir hópi af „óvönum fjallamönnum“. Þeir brugðust þeirri frumskyldu sem sérhver smalahundur þekkir, sérhver leikskólakennari í bæjarferð: að halda utan um hjörðina. Það gerir maður með því að hafa leiðsögumenn fyrir framan en einkum þó fyrir aftan hópinn. Þegar maður er með hóp af alls konar mistæknifróðu fólki í hættulegum aðstæðum, sem maður hefur sjálfur teymt það í, þrátt fyrir stormviðvörun, þá verður maður að gera ráð fyrir því að eitthvað fari fyrir ofan garð og neðan af fyrirmælum. Maður verður að gera ráð fyrir því að einhver geti rekið sig í takka og kunni ekki að kveikja aftur á vél sem hann hefur aldrei stigið á og hefur ekki verið sýnt hvernig kveikt er á. Maður verður að gera ráð fyrir því að fólk geti hugsanlega verið klaufar. Við fæðumst ekki með þekkingu á vélum. Talsmaður fyrirtækisins segir að áströlsku hjónin hafi „gert allt rangt“. Þó svo væri: leiðsögumenn í slíkum aðstæðum eiga einmitt að gera ráð fyrir því að vera með fólk sem gerir „allt rangt“.Upplifunartúrismi Fyrirtæki á borð við þetta selur mjög sterka og áhrifamikla upplifun, sem er nálægð við villta og óútreiknanlega náttúru með tilheyrandi kitlandi tilfinningu fyrir hugsanlegum háska. En það á bara að vera tilfinning. Túristinn á aldrei að komast í raunverulegan háska. Hann borgar ekki bara fyrir tilfinninguna um háska – hann borgar líka fyrir hitt: öryggi sitt. Ekki er nóg að segja að maður „harmi“ atvikið og „skilji“ reiði fólks en fara svo strax í kjölfarið að kenna fórnarlömbunum um ófarir sínar. Ekki er nóg að segjast ætla að „skoða alla verkferla“ þegar maður segir svo í kjölfarið að fyrirtækið hafi ekkert gert rangt en allt rétt. Þegar maður ber ábyrgð á lífi og limum fólks í stórhríð uppi á reginfjöllum blasir við að maður getur ekki ætt á undan öllum hinum, eins og maður sé í kappakstri við það – maður verður að ganga út frá því að það viti ekkert í sinn haus. Ævintýraferðin varð martröð fyrir áströlsk hjón. Það er nógu slæmt. En líka hitt, að málið sýnir hugsunarhátt sem vonandi er ekki landlægur í íslenskri ferðaþjónustu. Túristar eru ekki bráð. Þeir eru ekki veiðistofn. Þetta er fólk. Túristar eru bara við í útlöndum. Túristar á reginfjöllum hér eru eins og við í regnskógi þar sem við þurfum að setja traust okkar á leiðsögumennina. Sjálfsagt er að þar til bær yfirvöld rannsaki þetta mál og starfsemi fyrirtækisins liggi niðri á meðan. Eigendur þess og starfsmenn geta þá notað tímann og lært að hugsa eins og smalahundar og leikskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Þegar áströlsk hjón hafa borgað fúlgur fjár fyrir þá upplifun að halda að þau séu í raun og veru við það að deyja í íslenskum byl á reginfjöllum, alein og yfirgefin, segir ferðaþjónustufyrirtækið sem bauð upp á þær trakteringar að þau geti sjálfum sér um kennt. Þau hafi gert „allt rangt“. Talsmaður fyrirtækisins segir ekkert því að kenna, allt sjálfum fórnarlömbunum, og lætur liggja að því að þau segi ekki satt um upplifun sína. Hann talar eins og þau séu starfsmenn fyrirtækisins sem svikist hafi um. Maður bíður bara eftir því fyrirtækið fari í skaðabótamál við hjónin.„Óhlýðni“ Einn eigenda Montaineers of Iceland sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að „óhlýðni“ áströlsku hjónanna hafi valdið hrakningum þeirra, en sjálfir höfðu íslensku fjallamennirnir þverskallast við að hlýða aðvörun Veðurstofu um storm og ákveðið að að halda á Langjökul með hóp sinn, enda „vanir fjallamenn“. En það er ekki nóg að vera „vanur fjallamaður“; maður þarf að muna að manni hefur verið treyst fyrir hópi af „óvönum fjallamönnum“. Þeir brugðust þeirri frumskyldu sem sérhver smalahundur þekkir, sérhver leikskólakennari í bæjarferð: að halda utan um hjörðina. Það gerir maður með því að hafa leiðsögumenn fyrir framan en einkum þó fyrir aftan hópinn. Þegar maður er með hóp af alls konar mistæknifróðu fólki í hættulegum aðstæðum, sem maður hefur sjálfur teymt það í, þrátt fyrir stormviðvörun, þá verður maður að gera ráð fyrir því að eitthvað fari fyrir ofan garð og neðan af fyrirmælum. Maður verður að gera ráð fyrir því að einhver geti rekið sig í takka og kunni ekki að kveikja aftur á vél sem hann hefur aldrei stigið á og hefur ekki verið sýnt hvernig kveikt er á. Maður verður að gera ráð fyrir því að fólk geti hugsanlega verið klaufar. Við fæðumst ekki með þekkingu á vélum. Talsmaður fyrirtækisins segir að áströlsku hjónin hafi „gert allt rangt“. Þó svo væri: leiðsögumenn í slíkum aðstæðum eiga einmitt að gera ráð fyrir því að vera með fólk sem gerir „allt rangt“.Upplifunartúrismi Fyrirtæki á borð við þetta selur mjög sterka og áhrifamikla upplifun, sem er nálægð við villta og óútreiknanlega náttúru með tilheyrandi kitlandi tilfinningu fyrir hugsanlegum háska. En það á bara að vera tilfinning. Túristinn á aldrei að komast í raunverulegan háska. Hann borgar ekki bara fyrir tilfinninguna um háska – hann borgar líka fyrir hitt: öryggi sitt. Ekki er nóg að segja að maður „harmi“ atvikið og „skilji“ reiði fólks en fara svo strax í kjölfarið að kenna fórnarlömbunum um ófarir sínar. Ekki er nóg að segjast ætla að „skoða alla verkferla“ þegar maður segir svo í kjölfarið að fyrirtækið hafi ekkert gert rangt en allt rétt. Þegar maður ber ábyrgð á lífi og limum fólks í stórhríð uppi á reginfjöllum blasir við að maður getur ekki ætt á undan öllum hinum, eins og maður sé í kappakstri við það – maður verður að ganga út frá því að það viti ekkert í sinn haus. Ævintýraferðin varð martröð fyrir áströlsk hjón. Það er nógu slæmt. En líka hitt, að málið sýnir hugsunarhátt sem vonandi er ekki landlægur í íslenskri ferðaþjónustu. Túristar eru ekki bráð. Þeir eru ekki veiðistofn. Þetta er fólk. Túristar eru bara við í útlöndum. Túristar á reginfjöllum hér eru eins og við í regnskógi þar sem við þurfum að setja traust okkar á leiðsögumennina. Sjálfsagt er að þar til bær yfirvöld rannsaki þetta mál og starfsemi fyrirtækisins liggi niðri á meðan. Eigendur þess og starfsmenn geta þá notað tímann og lært að hugsa eins og smalahundar og leikskólakennarar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun