Yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum fangelsaður Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 14:36 Enn heldur maraþonmál Volkswagensvindlsins áfram. Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent
Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent