Þessi væga ógleði sem kallast líf manns Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. desember 2016 10:30 Smásagnasafnið Allt fer eftir Steinar Braga inniheldur nítján smásögur, ólíkar að efni og formi en allar kirfilega merktar höfundi sínum, hugmyndaauðgi hans og stíltilþrifum. Sameiginlegt eiga þær einnig að undir niðri kraumar óhugnaðurinn, einsemdin og einskisvirði lífsins, hvort sem er í ást eða ástleysi. Það er sama hversu langt er ferðast, alltaf dragnast mannskepnan með sjálfa sig í farteskinu og hvorki flakk um fjarlæg lönd, sálfarir né aðrar tilfæringar til að forðast sjálfan sig koma að nokkru gagni. Klisjan sem lýsir þessari bók best er auðvitað ‘maðurinn er alltaf einn’, en eins ofnotuð og hún er skulum við í lengstu lög forðast hana. Sögusvið sagnanna flakkar víða, bæði í tíma og rúmi. Hér eru nokkuð ýkjulausar lýsingar á lífsbaráttu ungra Reykvíkinga samtímans í bland við hreinræktuð ævintýri á ókunnum slóðum, hrollvekju frá óskilgreindum stað og tíma, játningar barnaníðings, samfélag í rassi Sigmundar Davíðs, daglegt líf í asísku munkaklaustri, örlagaríkar draumfarir, kynóra, drykkjuskap, ofbeldi og illmennsku, svo ekki sé nú minnst á ógæfuna sem ástinni fylgir. Öllu þessu lýsir Steinar Bragi á sinn sérstæða hátt, samræður eru langar og oft fræðilegar, það er ein leiðin til að forðast að tala um það sem máli skiptir, það eru sögur inni í sögum inni í sögum og raunsæi og fantasía blandast fullkomlega eðlilega saman, þótt tal um töfraraunsæið latín-ameríska sé kannski ekki beint viðeigandi. Steinar Bragi hefur nefnilega skapað sitt eigið töfraraunsæi, eða réttara væri að kalla það yfirskilvitlegt raunsæi, þar sem mörk þess sem er raunverulegt og þess óraunverulega mást út án þess að töfrar komi nokkuð við þá sögu, eins og lesendum Kötu ætti að vera í fersku minni. Að mörgu leyti hentar smásagnaformið betur fyrir þetta sérstaka raunsæi og Steinar Bragi hefur það fullkomlega á valdi sínu. Lengd sagnanna er afskaplega misjöfn, sumar örstuttar enda kallaðar innskot, aðrar óralangar og í sumum tilfellum hefði að skaðlausu mátt skerpa pínulítið með styttingum. Engin þeirra er leiðinleg, allar opna þær leiðir inn í nýja sýn á lífsbaráttuna og sumar eru svolítið eins og spark í magann; svona erum við þá skrambi lítilmótleg inn við beinið. Samt þykir manni á einhvern hátt vænt um allar þessar mismislukkuðu persónur, við þekkjum sjálf okkur í þeim og stöndum með þeim, jafnvel í illverkunum. Þær eru bara svo fjandi mannlegar. Hver saga er heill heimur út af fyrir sig, hér er enginn sagnasveigur á ferðinni, og áhrifamest að lesa þær ekki allar í belg og biðu, heldur taka sér hlé á milli og virkilega leyfa þeim að síast inn. Það leynast heilu heimarnir undir yfirborði hverrar sögu og margar þeirra er gott að lesa aftur til að átta sig á þeim öllum. Allt fer er því kjörið lestrarefni fyrir þá sem lesa bara eina bók á ári; hér eru viðfangsefni fjöldans alls af skáldsögum þjöppuð saman í neytendavænar pakkningar, sem geta þó reynst Pandórubox þegar inn í sögurnar er komið og lesandinn á sér einskis ills von. Helvíti vel gert.Niðurstaða: Geipigott smásagnasafn sem fer með lesandann langt út fyrir þægindarammann. Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Smásagnasafnið Allt fer eftir Steinar Braga inniheldur nítján smásögur, ólíkar að efni og formi en allar kirfilega merktar höfundi sínum, hugmyndaauðgi hans og stíltilþrifum. Sameiginlegt eiga þær einnig að undir niðri kraumar óhugnaðurinn, einsemdin og einskisvirði lífsins, hvort sem er í ást eða ástleysi. Það er sama hversu langt er ferðast, alltaf dragnast mannskepnan með sjálfa sig í farteskinu og hvorki flakk um fjarlæg lönd, sálfarir né aðrar tilfæringar til að forðast sjálfan sig koma að nokkru gagni. Klisjan sem lýsir þessari bók best er auðvitað ‘maðurinn er alltaf einn’, en eins ofnotuð og hún er skulum við í lengstu lög forðast hana. Sögusvið sagnanna flakkar víða, bæði í tíma og rúmi. Hér eru nokkuð ýkjulausar lýsingar á lífsbaráttu ungra Reykvíkinga samtímans í bland við hreinræktuð ævintýri á ókunnum slóðum, hrollvekju frá óskilgreindum stað og tíma, játningar barnaníðings, samfélag í rassi Sigmundar Davíðs, daglegt líf í asísku munkaklaustri, örlagaríkar draumfarir, kynóra, drykkjuskap, ofbeldi og illmennsku, svo ekki sé nú minnst á ógæfuna sem ástinni fylgir. Öllu þessu lýsir Steinar Bragi á sinn sérstæða hátt, samræður eru langar og oft fræðilegar, það er ein leiðin til að forðast að tala um það sem máli skiptir, það eru sögur inni í sögum inni í sögum og raunsæi og fantasía blandast fullkomlega eðlilega saman, þótt tal um töfraraunsæið latín-ameríska sé kannski ekki beint viðeigandi. Steinar Bragi hefur nefnilega skapað sitt eigið töfraraunsæi, eða réttara væri að kalla það yfirskilvitlegt raunsæi, þar sem mörk þess sem er raunverulegt og þess óraunverulega mást út án þess að töfrar komi nokkuð við þá sögu, eins og lesendum Kötu ætti að vera í fersku minni. Að mörgu leyti hentar smásagnaformið betur fyrir þetta sérstaka raunsæi og Steinar Bragi hefur það fullkomlega á valdi sínu. Lengd sagnanna er afskaplega misjöfn, sumar örstuttar enda kallaðar innskot, aðrar óralangar og í sumum tilfellum hefði að skaðlausu mátt skerpa pínulítið með styttingum. Engin þeirra er leiðinleg, allar opna þær leiðir inn í nýja sýn á lífsbaráttuna og sumar eru svolítið eins og spark í magann; svona erum við þá skrambi lítilmótleg inn við beinið. Samt þykir manni á einhvern hátt vænt um allar þessar mismislukkuðu persónur, við þekkjum sjálf okkur í þeim og stöndum með þeim, jafnvel í illverkunum. Þær eru bara svo fjandi mannlegar. Hver saga er heill heimur út af fyrir sig, hér er enginn sagnasveigur á ferðinni, og áhrifamest að lesa þær ekki allar í belg og biðu, heldur taka sér hlé á milli og virkilega leyfa þeim að síast inn. Það leynast heilu heimarnir undir yfirborði hverrar sögu og margar þeirra er gott að lesa aftur til að átta sig á þeim öllum. Allt fer er því kjörið lestrarefni fyrir þá sem lesa bara eina bók á ári; hér eru viðfangsefni fjöldans alls af skáldsögum þjöppuð saman í neytendavænar pakkningar, sem geta þó reynst Pandórubox þegar inn í sögurnar er komið og lesandinn á sér einskis ills von. Helvíti vel gert.Niðurstaða: Geipigott smásagnasafn sem fer með lesandann langt út fyrir þægindarammann.
Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira