Segja leikkonurnar hafa skrifað undir samning um þriðju Sex and the City-myndina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 14:00 Það hefur verið mikið rætt um möguleikann á því að gera þriðju kvikmyndina byggða á sjónvarpsþáttunum Sex and the City en þeir nutu gríðarlegra vinsælda þegar þeir voru sýndir á HBO á árunum 1998 til 2004. Tvær bíómyndir hafa síðan verið gerðar eftir að þættirnir luku göngu sinni. Nú virðast líkurnar á því að þriðja myndin verði gerð vera að aukast þar sem miðillinn Radar Online greinir frá því að leikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall, hafi allar skrifað undir samning þess efnis að leika í myndinni. „Allar konurnar hafa formlega skrifað undir samning um að leika í þriðju myndinni,“ er haft eftir heimildarmanni á síðunni en þar segir jafnframt að Parker hafi næstum því ekki skrifað undir því hún hafi ekki verið sátt við handritið. Í október síðastliðnum gaf Parker það í skyn að þriðja myndin yrði mögulega framleidd. „Það er alltaf möguleiki. Ég veit ekki hvort það verður mynd eða þáttaröð. Það er enn allt opið í því og það verður rætt þar til niðurstaða fæst í málið.“ Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Það hefur verið mikið rætt um möguleikann á því að gera þriðju kvikmyndina byggða á sjónvarpsþáttunum Sex and the City en þeir nutu gríðarlegra vinsælda þegar þeir voru sýndir á HBO á árunum 1998 til 2004. Tvær bíómyndir hafa síðan verið gerðar eftir að þættirnir luku göngu sinni. Nú virðast líkurnar á því að þriðja myndin verði gerð vera að aukast þar sem miðillinn Radar Online greinir frá því að leikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall, hafi allar skrifað undir samning þess efnis að leika í myndinni. „Allar konurnar hafa formlega skrifað undir samning um að leika í þriðju myndinni,“ er haft eftir heimildarmanni á síðunni en þar segir jafnframt að Parker hafi næstum því ekki skrifað undir því hún hafi ekki verið sátt við handritið. Í október síðastliðnum gaf Parker það í skyn að þriðja myndin yrði mögulega framleidd. „Það er alltaf möguleiki. Ég veit ekki hvort það verður mynd eða þáttaröð. Það er enn allt opið í því og það verður rætt þar til niðurstaða fæst í málið.“
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein