Fótbolti

Lars: Ég varð ástfanginn af Íslandi og Íslendingum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lars Lagerbäck kvaddi eftir EM í sumar.
Lars Lagerbäck kvaddi eftir EM í sumar. vísir/getty
„Það er fyndið að segja frá því að flugfélagið sem ég flýg með (Icelandair) segir alltaf „velkomin heim“ þegar ég lendi í Keflavík. Þannig líður mér alltaf þegar ég kem til Íslands, eins og ég sé kominn heim.“

Þetta sagði Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við mannhafið sem hyllti strákana okkar á Arnarhóli eftir ævintýrið á EM þegar þeir komu heim í byrjun júlí.

Í viðtali við SVT í Svíþjóð heldur hann áfram að tala vel um íslensku þjóðina sem hann varð svo hugfanginn af á þeim fjórum árum sem hann stýrði íslenska landsliðinu ásamt Heimi Hallgrímssyni.

„Ef hægt er að verða ástfanginn af einhverju landi og einhverri þjóð varð ég það klárlega af Íslendingum,“ segir Lars í uppgjörsþætti SVT hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT.

Eins og kemur fram hér segir Lars líka frá því að leikur Íslands á móti Englandi í Nice í 16 liða úrslitum EM hafi verið sá léttasti. Sá leikur og sá sigur skipti íslensku þjóðina miklu máli enda enski boltinn vinsæll hér á landi.

„Enski boltinn er gríðarlega vinsæll á Íslandi og allir hafa átt sitt lið síðan í barnæsku. Við unnum með það andlega. Ég sagði meðal annars við strákana að enska liðið væri ofmetið,“ segir Lars Lagerbäck.

Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×