Fullnæging 16 ára stúlku olli uppnámi í jólaboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 21:15 FM95BLÖ bræður eru hugmyndasmiðir Skells. Vísir „Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið. Borðspil Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
„Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið.
Borðspil Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira