Dauðinn árið 2016 Frosti Logason skrifar 29. desember 2016 00:00 Það er eins og óvenju mörg dauðsföll hafi riðið yfir heimsbyggðina á þessu ári sem er að líða. Dauðinn setur fólk sem við þekktum í nýtt samhengi. Meira að segja söngvarinn í Wham! fær á sig nýtt yfirbragð. Á jóladag varð hann allt í einu bara helvíti flottur listamaður. Þó ég hafi aldrei verið aðdáandi tónlistar hans. Maðurinn hafði einhvern klassa sem ég tek eftir fyrst núna þegar loksins er slokknað á honum. Dauðinn er dularfullur og þeir sem mæta honum öðlast nýjan sess í hugum okkar. Hugsanlega vegna þess að við vitum ekki hvað það er sem nákvæmlega gerist. Trúleysingjar eru, eftir því sem ég best veit, þeir einu sem halda því fram að dauðinn sé fullkomlega endanlegur. Öll trúarbrögð heims eru með einhverjar hugmyndir um annaðhvort eftirlíf eða endurholdgun. Sú hugmynd að eftirlífið sé í sjálfu sér aðalatriðið en dvöl okkar hér í því jarðneska einungis forleikur er nokkuð vinsæl hjá þessum hópum. Ef trúarbrögðin hafa rétt fyrir sér er ekki ósennilegt að David Bowie, Prince, George Michael og Leonard Choen séu einhvers staðar að raula saman skemmtilegt lag. Það er notaleg tilhugsun. Önnur hugmynd er sú að þeir séu allir að brenna í helvíti vegna saurlifnaðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hvorugt sé rétt. Ég trúi því að það sé á okkar ábyrgð að lifa lífinu núna og sjá til þess að sem flest okkar fái að njóta þess. Með því móti uppskerum við eins og við sáum í þessu lífi og orðstír okkar lifir svo áfram inn í eilífðina. Þetta á við um okkur öll. Ekki bara ríka og fræga fólkið. Við ættum að hafa það sem oftast í huga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Það er eins og óvenju mörg dauðsföll hafi riðið yfir heimsbyggðina á þessu ári sem er að líða. Dauðinn setur fólk sem við þekktum í nýtt samhengi. Meira að segja söngvarinn í Wham! fær á sig nýtt yfirbragð. Á jóladag varð hann allt í einu bara helvíti flottur listamaður. Þó ég hafi aldrei verið aðdáandi tónlistar hans. Maðurinn hafði einhvern klassa sem ég tek eftir fyrst núna þegar loksins er slokknað á honum. Dauðinn er dularfullur og þeir sem mæta honum öðlast nýjan sess í hugum okkar. Hugsanlega vegna þess að við vitum ekki hvað það er sem nákvæmlega gerist. Trúleysingjar eru, eftir því sem ég best veit, þeir einu sem halda því fram að dauðinn sé fullkomlega endanlegur. Öll trúarbrögð heims eru með einhverjar hugmyndir um annaðhvort eftirlíf eða endurholdgun. Sú hugmynd að eftirlífið sé í sjálfu sér aðalatriðið en dvöl okkar hér í því jarðneska einungis forleikur er nokkuð vinsæl hjá þessum hópum. Ef trúarbrögðin hafa rétt fyrir sér er ekki ósennilegt að David Bowie, Prince, George Michael og Leonard Choen séu einhvers staðar að raula saman skemmtilegt lag. Það er notaleg tilhugsun. Önnur hugmynd er sú að þeir séu allir að brenna í helvíti vegna saurlifnaðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hvorugt sé rétt. Ég trúi því að það sé á okkar ábyrgð að lifa lífinu núna og sjá til þess að sem flest okkar fái að njóta þess. Með því móti uppskerum við eins og við sáum í þessu lífi og orðstír okkar lifir svo áfram inn í eilífðina. Þetta á við um okkur öll. Ekki bara ríka og fræga fólkið. Við ættum að hafa það sem oftast í huga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun