Fólk skilur ekki af hverju Retro Stefson er að hætta Guðný Hrönn skrifar 29. desember 2016 09:35 Retro Stefson á æfingu fyrir lokatónleikana. Vísir/Ernir Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook. Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook.
Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira