Leiftursaga er gott orð Magnús Guðmundsson skrifar 10. desember 2016 11:00 Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld og rithöfundur, segir að það hafi verið gaman að láta reyna á fjölbreytnina sem örsagan veitir. Fréttablaðið/Stefán „Það eiginlega gerðist bara ósjálfrátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir aðspurð um það hvað hafi orðið til þess að hún hefur verið að fást við örsöguna sem bókmenntaform. Nú í haust sendi hún frá sér bókina Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, og eru allar sögurnar í þessu knappa en kjarnmikla formi örsögunnar. „Ég eiginlega bara slampaðist á þetta, hafði ekki mikið notað þetta áður, en fannst þetta bara svo skemmtilegt. Þannig að ég hreinlega sat við og skrifaði nokkra tugi af svona sögum síðasta árið. Örsagan er dáldið sérstök í forminu og þykir stundum falla aðeins á milli ljóðs og sögu en Sigurbjörg segist hallast að því að þetta séu sögur fremur en ljóð. „En ég hef hins vegar hitt lesendur sem segjast lesa þetta eins og ljóðabók og orðið svona frekar hissa á því. En ég hef þó bætt því við að það gangi alveg upp og að það væri auðvitað þeirra upplifun og auðvitað andmæli ég því alls ekki. En mér finnst vera meiri söguþráður eða kannski öllu heldur aðstæður í örsögunni heldur en í ljóðunum. En þetta er náttúrulega mjög knappt form og þess vegna er eflaust gott að vera með einhverja ljóðaæfingu í höndunum, að maður sé vanur því að þurfa að skera.“ Örsögurnar eru þó oft eins og Sigurbjörg bendir á aðstæður fremur en sögur með upphaf og endi. „Já þetta eru svona leiftur. Ég á vin í Hollandi, frísneskan höfund, sem skrifar í nokkuð svipuðu formi og hann segist kalla þetta flash-fiction og mér finnst leiftursaga vera gott orð og ná ágætlega utan um þetta. Þá ljómar eitthvað upp, hvort sem það er persónan eða aðstæðurnar.“Þetta lýsir forminu vel þar sem er rétt gægst inn í líf fólks en engu að síður inn að einhverjum kjarna. „Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef það hefur heppnast,“ segir Sigurbjörg og hlær. Þetta eru nokkuð margar sögur og ólíkar aðstæður sem þarna verða til. En skyldi Sigurbjörgu ekki finnast neitt snúið að fara á milli svo margra radda og ólíkra sögumanna? „Nei, það kemur nú af sjálfu sér. Þetta er ólíkt því sem er í ljóðunum þar sem er oft sterkari strengur á milli ljóða í röddinni. En það er gaman að láta reyna á fjölbreytnina. En sögumennirnir eru líka þannig að það er talsvert hægt að lesa í þá og viðhorf þeirra til lífsins, víðsýni eða fordóma, svona eftir því hvernig sagan er sögð og í hvaða persónu. Þannig að þeir koma stundum upp um það hvað þeim finnst akkúrat þegar þeir eru að reyna að hylma yfir það.“ Sigurbjörg segist eiga slatta af afgangssögum sem fengu að vera með í þessu safni af ýmsum sögum. „En ég er eiginlega komin út í aðeins öðruvísi og aðeins lengri sögur þannig að maður veit eiginlega aldrei hvað verður næst.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það eiginlega gerðist bara ósjálfrátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir aðspurð um það hvað hafi orðið til þess að hún hefur verið að fást við örsöguna sem bókmenntaform. Nú í haust sendi hún frá sér bókina Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, og eru allar sögurnar í þessu knappa en kjarnmikla formi örsögunnar. „Ég eiginlega bara slampaðist á þetta, hafði ekki mikið notað þetta áður, en fannst þetta bara svo skemmtilegt. Þannig að ég hreinlega sat við og skrifaði nokkra tugi af svona sögum síðasta árið. Örsagan er dáldið sérstök í forminu og þykir stundum falla aðeins á milli ljóðs og sögu en Sigurbjörg segist hallast að því að þetta séu sögur fremur en ljóð. „En ég hef hins vegar hitt lesendur sem segjast lesa þetta eins og ljóðabók og orðið svona frekar hissa á því. En ég hef þó bætt því við að það gangi alveg upp og að það væri auðvitað þeirra upplifun og auðvitað andmæli ég því alls ekki. En mér finnst vera meiri söguþráður eða kannski öllu heldur aðstæður í örsögunni heldur en í ljóðunum. En þetta er náttúrulega mjög knappt form og þess vegna er eflaust gott að vera með einhverja ljóðaæfingu í höndunum, að maður sé vanur því að þurfa að skera.“ Örsögurnar eru þó oft eins og Sigurbjörg bendir á aðstæður fremur en sögur með upphaf og endi. „Já þetta eru svona leiftur. Ég á vin í Hollandi, frísneskan höfund, sem skrifar í nokkuð svipuðu formi og hann segist kalla þetta flash-fiction og mér finnst leiftursaga vera gott orð og ná ágætlega utan um þetta. Þá ljómar eitthvað upp, hvort sem það er persónan eða aðstæðurnar.“Þetta lýsir forminu vel þar sem er rétt gægst inn í líf fólks en engu að síður inn að einhverjum kjarna. „Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef það hefur heppnast,“ segir Sigurbjörg og hlær. Þetta eru nokkuð margar sögur og ólíkar aðstæður sem þarna verða til. En skyldi Sigurbjörgu ekki finnast neitt snúið að fara á milli svo margra radda og ólíkra sögumanna? „Nei, það kemur nú af sjálfu sér. Þetta er ólíkt því sem er í ljóðunum þar sem er oft sterkari strengur á milli ljóða í röddinni. En það er gaman að láta reyna á fjölbreytnina. En sögumennirnir eru líka þannig að það er talsvert hægt að lesa í þá og viðhorf þeirra til lífsins, víðsýni eða fordóma, svona eftir því hvernig sagan er sögð og í hvaða persónu. Þannig að þeir koma stundum upp um það hvað þeim finnst akkúrat þegar þeir eru að reyna að hylma yfir það.“ Sigurbjörg segist eiga slatta af afgangssögum sem fengu að vera með í þessu safni af ýmsum sögum. „En ég er eiginlega komin út í aðeins öðruvísi og aðeins lengri sögur þannig að maður veit eiginlega aldrei hvað verður næst.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira