Bíó og sjónvarp

The Grand Tour slær Game of Thrones út

Samúel Karl Ólason skrifar
James May, Jeremy Clarkson og Richard Hammond, stjórnendur Grand Tour.
James May, Jeremy Clarkson og Richard Hammond, stjórnendur Grand Tour.
The Grand Tour er orðinn sá sjónvarpsþáttur sem hefur verið sóttur mest með ólöglegum hætti á netinu. Til að ná þeim titli þurfti sjónvarpsþátturinn að slá Game of Thrones við. Fyrsti þáttur GT sló frumsýningarmet Amazon Prime, sem framleiða þættina, en þetta nýjasta met þykir ekki eftirsóknarvert.

Samkvæmt tölum greiningaraðila var fyrsti þáttur seríunnar sóttur 7,9 milljón sinnum á netinu. Annar þátturinn var sóttur 6,4 milljón sinnum og sá þriðji 4,6 milljón sinnum.

Fyrirtækið Musto áætlar að Amazon Prime hafi orðið af um 3,2 milljónum punda í tekjur, en það samsvarar um 450 milljónum króna. Þó er ljóst að áskrifendum Amazon hefur fjölgað verulega en í júní í fyrra voru þeir 19 milljónir og nú eru þeir 63 milljónir. Þar spilar Grand Tour líklega stórt hlutverk.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.