Nýr Impreza slær öll sölumet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 15:13 Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent
Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent