Nýr Impreza slær öll sölumet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 15:13 Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent
Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent