Njóta en ekki þjóta Sólveig Gísladóttir skrifar 13. desember 2016 14:00 Náttúran í Marokkó er hrjóstrug en ægifögur. Hópurinn naut þess að stoppa reglulega til að virða fyrir sér útsýnið. Átta manna vinahópur hélt upp á tuttugu ára vináttuafmæli sitt með því að fara í hjólaferð til Marokkó. Þeir æfðu sig í heilt ár, eru nú komnir með bullandi hjólabakteríu og því þegar farnir að hugleiða næstu ferð. „Við erum félagsskapur sem kynntist í viðskiptafræði í Háskólanum. Við höfum haldið hópinn og reynt að hittast að lágmarki einu sinni á ári. Í ár varð félagsskapurinn hins vegar tuttugu ára og því langaði okkur að gera eitthvað extra af því tilefni,“ segir Jóhann S. Friðleifsson. Ákveðið var að stefna á hjólaferð í útlöndum enda væri það leið til að sameina skemmtun og hreyfingu. „Þá þurftum við líka að æfa okkur heilmikið sem varð til þess að við hittumst reglulega í heilt ár á undan í lengri og styttri hjólatúrum. Á þessu undirbúningsári hittumst við því um 25 sinnum sem var talsvert oftar en árin á undan. Við vorum því orðnir ansi nánir við upphaf ferðar.“Börnin í þorpunum tóku ferðalöngunum fagnandi. Hér er Jóhann með tveimur kátum strákum.Tveir úr hópnum voru nokkuð vanir hjólamenn en hinir ekki. „Ég átti ekki einu sinni hjól fyrr en í apríl á þessu ári,“ segir Jóhann en tveir úr hópnum eru búsettir erlendis og sáu að mestu sjálfir um sína þjálfun. Hann segir æfingarnar hafa gengið vonum framar og þeim hafi farið mikið fram. „Það var líka gaman að kynnast hjólaleiðum á borð við Jaðarinn, frá Bláfjöllum niður í Heiðmörk, og Reykjadal, af Hellisheiði niður í Hveragerði.“Ævintýri að fara til Afríku Það var svo 15. október sem hópurinn hélt utan til Marrakesh í Marokkó. Af hverju varð Marokkó fyrir valinu? „Það var einhver ævintýraþrá. Enginn okkar hafði komið þangað áður og við töldum að það gæti verið góð áskorun að hjóla í hrjóstrugu landslaginu. Þá var eitthvað spennandi við að hjóla í Afríku og við sáum fyrir okkur að geta bæði kynnst nýrri menningu og hjólað eftir nýjum leiðum.“ Hjólaferðin sjálf stóð í fimm daga og var skipulögð af breskri ferðaskrifstofu. „Við vissum í raun ekkert hvar við myndum gista eða hvernig aðbúnaðurinn yrði. Þá voru með okkur tveir leiðsögumenn, einn innfæddur sem hjólaði fremstur og einn Breti sem var aftastur.“Hópurinn keypti sér eins boli og merkti þá með gælunöfnum á bakinu.Nutu náttúrunnar Kom ykkur eitthvað á óvart? „Já, kannski að við vorum betri en við héldum. Þegar líða tók á ferðina vorum við farnir að gera hluti sem við áttum ekki endilega von á að geta, eins og að fara niður brattar brekkur og beita hjólinu yfir hindranir.“ Jóhann segir hópinn hafa farið hratt þegar það átti við en þó hafi þeir lifað eftir mottóinu njóta en ekki þjóta. „Við stoppuðum reglulega til að virða fyrir okkur þetta fallega landslag. Í hverjum túr hjóluðum við í gegnum einhver þorp í hlíðunum, þá komu krakkarnir hlaupandi og tóku á móti okkur,“ segir Jóhann.Toppurinn að vera netlaus Tvær nætur af fimm gisti hópurinn í uppgerðu fjárhúsi í 2000 metra hæð. „Ég held að þetta hafi verið fjárhús, allavega var hurðin í herbergi mínu og félaga míns bara 1,20 metrar á hæð,“ segir hann og hlær. „Þetta var eiginlega skemmtilegasti hluti ferðarinnar, sér í lagi af því við vorum algerlega netlausir þennan tíma. Kvöldin fóru því bara í að tala og spila út í eitt og við vorum ekki bundnir af því að fá læk á færslur eða tékka á vinnupóstinum.“Lítill túrismi Jóhann segir það hafa komið þeim félögum á óvart hversu lítill túrismi er á svæðinu. „Við vorum þarna nánast einir allan tímann.“ En verður framhald á þessu hjólaævintýri? „Það var ekki stefnan, þetta ár átti að vera sérstök afmælisferð og ekki meir. En flestir okkar eru komnir með hjólabakteríuna og klæjar í að bóka eitthvað meira, til dæmis til Asíu eða Bandaríkjanna.“ Heilsa Lífið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Átta manna vinahópur hélt upp á tuttugu ára vináttuafmæli sitt með því að fara í hjólaferð til Marokkó. Þeir æfðu sig í heilt ár, eru nú komnir með bullandi hjólabakteríu og því þegar farnir að hugleiða næstu ferð. „Við erum félagsskapur sem kynntist í viðskiptafræði í Háskólanum. Við höfum haldið hópinn og reynt að hittast að lágmarki einu sinni á ári. Í ár varð félagsskapurinn hins vegar tuttugu ára og því langaði okkur að gera eitthvað extra af því tilefni,“ segir Jóhann S. Friðleifsson. Ákveðið var að stefna á hjólaferð í útlöndum enda væri það leið til að sameina skemmtun og hreyfingu. „Þá þurftum við líka að æfa okkur heilmikið sem varð til þess að við hittumst reglulega í heilt ár á undan í lengri og styttri hjólatúrum. Á þessu undirbúningsári hittumst við því um 25 sinnum sem var talsvert oftar en árin á undan. Við vorum því orðnir ansi nánir við upphaf ferðar.“Börnin í þorpunum tóku ferðalöngunum fagnandi. Hér er Jóhann með tveimur kátum strákum.Tveir úr hópnum voru nokkuð vanir hjólamenn en hinir ekki. „Ég átti ekki einu sinni hjól fyrr en í apríl á þessu ári,“ segir Jóhann en tveir úr hópnum eru búsettir erlendis og sáu að mestu sjálfir um sína þjálfun. Hann segir æfingarnar hafa gengið vonum framar og þeim hafi farið mikið fram. „Það var líka gaman að kynnast hjólaleiðum á borð við Jaðarinn, frá Bláfjöllum niður í Heiðmörk, og Reykjadal, af Hellisheiði niður í Hveragerði.“Ævintýri að fara til Afríku Það var svo 15. október sem hópurinn hélt utan til Marrakesh í Marokkó. Af hverju varð Marokkó fyrir valinu? „Það var einhver ævintýraþrá. Enginn okkar hafði komið þangað áður og við töldum að það gæti verið góð áskorun að hjóla í hrjóstrugu landslaginu. Þá var eitthvað spennandi við að hjóla í Afríku og við sáum fyrir okkur að geta bæði kynnst nýrri menningu og hjólað eftir nýjum leiðum.“ Hjólaferðin sjálf stóð í fimm daga og var skipulögð af breskri ferðaskrifstofu. „Við vissum í raun ekkert hvar við myndum gista eða hvernig aðbúnaðurinn yrði. Þá voru með okkur tveir leiðsögumenn, einn innfæddur sem hjólaði fremstur og einn Breti sem var aftastur.“Hópurinn keypti sér eins boli og merkti þá með gælunöfnum á bakinu.Nutu náttúrunnar Kom ykkur eitthvað á óvart? „Já, kannski að við vorum betri en við héldum. Þegar líða tók á ferðina vorum við farnir að gera hluti sem við áttum ekki endilega von á að geta, eins og að fara niður brattar brekkur og beita hjólinu yfir hindranir.“ Jóhann segir hópinn hafa farið hratt þegar það átti við en þó hafi þeir lifað eftir mottóinu njóta en ekki þjóta. „Við stoppuðum reglulega til að virða fyrir okkur þetta fallega landslag. Í hverjum túr hjóluðum við í gegnum einhver þorp í hlíðunum, þá komu krakkarnir hlaupandi og tóku á móti okkur,“ segir Jóhann.Toppurinn að vera netlaus Tvær nætur af fimm gisti hópurinn í uppgerðu fjárhúsi í 2000 metra hæð. „Ég held að þetta hafi verið fjárhús, allavega var hurðin í herbergi mínu og félaga míns bara 1,20 metrar á hæð,“ segir hann og hlær. „Þetta var eiginlega skemmtilegasti hluti ferðarinnar, sér í lagi af því við vorum algerlega netlausir þennan tíma. Kvöldin fóru því bara í að tala og spila út í eitt og við vorum ekki bundnir af því að fá læk á færslur eða tékka á vinnupóstinum.“Lítill túrismi Jóhann segir það hafa komið þeim félögum á óvart hversu lítill túrismi er á svæðinu. „Við vorum þarna nánast einir allan tímann.“ En verður framhald á þessu hjólaævintýri? „Það var ekki stefnan, þetta ár átti að vera sérstök afmælisferð og ekki meir. En flestir okkar eru komnir með hjólabakteríuna og klæjar í að bóka eitthvað meira, til dæmis til Asíu eða Bandaríkjanna.“
Heilsa Lífið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira