Hvísl andans Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Mér þykir óendanlega vænt um jólaguðspjallið því það á svo marga snertifleti við veruleikann. Þar tekur ungt par fagnandi á móti nýfæddu barni þótt þau séu á hrakhólum vegna skilningsleysis yfirvalda og samferðafólks. Einu aðilarnir sem deila gleði þeirra eru fátækir fjárhirðar og nokkrir útlendingar en yfir öllu grúfir morðæði konungsins Heródesar. Eitt eiga flestar persónur sögunnar sameiginlegt; þeim vitrast mikilvæg skilaboð. Hugrekkið sem unga parið sýnir á rætur í því að engill hafði ávarpað Maríu en birst Jósef í draumi og fjárhirðarnir standa baðaðir himneskri birtu á meðan vitringarnir lesa skilaboð í stjörnurnar. Flest þekkjum við sögu Bill Wilson sem var ofdrykkjumaður og lifði mikla eymd. Þegar stolt hans og þrjóska gagnvart áfenginu hrundi til grunna birti skyndilega, stofan þar sem hann var staddur var böðuð hvítu skæru ljósi og honum fannst hann allt í einu vera frjáls maður. Upp úr þessari reynslu fæddust AA-samtökin. Kannski eru fjárhirðarnir í guðspjallinu menn eins og Bill, hjálparvana og vonlitlir, en baðaðir alskæru ljósi finna þeir hvatningu til að leita kærleika og frelsis. Loks er það fyrir bendingu í draumi að lífi barnsins er þyrmt með því að fjölskyldunni tekst að flýja til annars lands, gerist flóttafólk líkt og milljónir manna um þessar mundir. Oft hef ég átt samtöl við fólk sem orðið hefur fyrir djúpstæðri andlegri reynslu en fer dult með það af ótta við almenningsálitið. Við lifum á ritskoðuðum tímum þar sem öll reynsla af hvísli andans er talin óhæf til birtingar. Engu að síður breytir andleg uppljómun lífi fólks enn í dag og gerir allt nýtt. Gleðilega hátíð ljóssins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Mér þykir óendanlega vænt um jólaguðspjallið því það á svo marga snertifleti við veruleikann. Þar tekur ungt par fagnandi á móti nýfæddu barni þótt þau séu á hrakhólum vegna skilningsleysis yfirvalda og samferðafólks. Einu aðilarnir sem deila gleði þeirra eru fátækir fjárhirðar og nokkrir útlendingar en yfir öllu grúfir morðæði konungsins Heródesar. Eitt eiga flestar persónur sögunnar sameiginlegt; þeim vitrast mikilvæg skilaboð. Hugrekkið sem unga parið sýnir á rætur í því að engill hafði ávarpað Maríu en birst Jósef í draumi og fjárhirðarnir standa baðaðir himneskri birtu á meðan vitringarnir lesa skilaboð í stjörnurnar. Flest þekkjum við sögu Bill Wilson sem var ofdrykkjumaður og lifði mikla eymd. Þegar stolt hans og þrjóska gagnvart áfenginu hrundi til grunna birti skyndilega, stofan þar sem hann var staddur var böðuð hvítu skæru ljósi og honum fannst hann allt í einu vera frjáls maður. Upp úr þessari reynslu fæddust AA-samtökin. Kannski eru fjárhirðarnir í guðspjallinu menn eins og Bill, hjálparvana og vonlitlir, en baðaðir alskæru ljósi finna þeir hvatningu til að leita kærleika og frelsis. Loks er það fyrir bendingu í draumi að lífi barnsins er þyrmt með því að fjölskyldunni tekst að flýja til annars lands, gerist flóttafólk líkt og milljónir manna um þessar mundir. Oft hef ég átt samtöl við fólk sem orðið hefur fyrir djúpstæðri andlegri reynslu en fer dult með það af ótta við almenningsálitið. Við lifum á ritskoðuðum tímum þar sem öll reynsla af hvísli andans er talin óhæf til birtingar. Engu að síður breytir andleg uppljómun lífi fólks enn í dag og gerir allt nýtt. Gleðilega hátíð ljóssins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun