Óábyrgt tal Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 07:00 Ýmsar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi dregið mikilvægan lærdóm af síðasta góðæri og hagkerfið er miklu betur í stakk búið að mæta áföllum nú en þá. Það er hins vegar áhyggjuefni að sumir stjórnmálamenn tali um að auka ríkisútgjöld þegar ríkissjóður ætti að vera á bremsunni og búa í haginn. Íslendingar eru ekki lengur í hópi skuldara. Þessi ánægjulegu tíðindi má lesa út úr tölum Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á síðasta ársfjórðungi. Hrein erlend staða er jákvæð í fyrsta skipti frá því mælingar hófust en Íslendingar eiga 60 milljörðum króna meira í útlöndum en þeir skulda. Árið 2007 var þessu öfugt farið. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var mjög neikvæð í hlutfalli við landsframleiðslu og „hrein skuld með því mesta sem dæmi eru um í heiminum“, eins og sagði í Peningamálum Seðlabankans það ár. Annað dæmi um af hverju staðan í hagkerfinu er allt önnur nú en í síðasta góðæri er sú staðreynd að hagvöxtur er núna drifinn áfram af fjárfestingu og auknum vöru- og þjónustuútflutningi en ekki skuldsettri einkaneyslu. Fram kemur í þjóðhagsspá Hagstofunnar að mikil þensla sé í kortunum. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur þessa árs verði 4,8 prósent og að hann verði 4,4 prósent á næsta ári. Á góðæristíma er mikilvægt að ríkisvaldið sýni ábyrgð og búi í haginn svo það sé vel í stakk búið að mæta næstu niðursveiflu. Mörg alvarleg hagstjórnarmistök voru gerð í aðdraganda banka- og gjaldeyrishrunsins 2008. Ein slík fólst í því að ráðast í byggingu á stærstu virkjun Íslandssögunnar í góðæri. Önnur var lækkun skatta nokkru síðar á hápunkti góðærisins. Þessar skattalækkanir voru harðlega gagnrýndar af OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2006-2007 en ríkisstjórnin skellti skollaeyrum við þeirri gagnrýni. Þessar alþjóðlegu stofnanir bentu jafnframt ítrekað á það á árunum fyrir hrunið að aðhald íslenska ríkisins væri of lítið í uppsveiflunni. Í ljósi reynslunnar er mikilvægt að ríkisvaldið gangi á undan með góðu fordæmi þegar hagkerfið er á suðupunkti. Það er ekkert svigrúm til skattalækkana á næstunni enda kæmu þær eins og olía á eld í þenslunni. Eins er einkennilegt að heyra stjórnmálamenn á vinstri vængnum tala um að það þurfi að auka ríkisútgjöld um tæplega 30 milljarða króna á næsta ári. Óábyrgt tal af þessu tagi kom upp í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm. Vandséð er að það samrýmist markmiði laga um opinber fjármál sem tóku gildi í byrjun þessa árs jafnvel þótt útgjöldin væru fjármögnuð með nýjum sköttum. Í uppsveiflunni þarf að stíga varlega til jarðar í ríkisútgjöldum þótt innviðafjárfesting í vega- og heilbrigðiskerfi sé orðin brýn. Það þarf að forgangsraða í þágu innviðafjárfestingar en best væri að ná slíku markmiði með sparnaði í stað nýrra ríkisútgjalda. Að þessu sögðu er mjög jákvætt að gert sé ráð fyrir 28,4 milljarða króna afgangi í fjárlagafrumvarpi næsta árs þótt hann mætti vera enn meiri. Vegna stöðunnar í hagkerfinu ætti afgangur á fjárlögum að vera markmið í sjálfu sér.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ýmsar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi dregið mikilvægan lærdóm af síðasta góðæri og hagkerfið er miklu betur í stakk búið að mæta áföllum nú en þá. Það er hins vegar áhyggjuefni að sumir stjórnmálamenn tali um að auka ríkisútgjöld þegar ríkissjóður ætti að vera á bremsunni og búa í haginn. Íslendingar eru ekki lengur í hópi skuldara. Þessi ánægjulegu tíðindi má lesa út úr tölum Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á síðasta ársfjórðungi. Hrein erlend staða er jákvæð í fyrsta skipti frá því mælingar hófust en Íslendingar eiga 60 milljörðum króna meira í útlöndum en þeir skulda. Árið 2007 var þessu öfugt farið. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var mjög neikvæð í hlutfalli við landsframleiðslu og „hrein skuld með því mesta sem dæmi eru um í heiminum“, eins og sagði í Peningamálum Seðlabankans það ár. Annað dæmi um af hverju staðan í hagkerfinu er allt önnur nú en í síðasta góðæri er sú staðreynd að hagvöxtur er núna drifinn áfram af fjárfestingu og auknum vöru- og þjónustuútflutningi en ekki skuldsettri einkaneyslu. Fram kemur í þjóðhagsspá Hagstofunnar að mikil þensla sé í kortunum. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur þessa árs verði 4,8 prósent og að hann verði 4,4 prósent á næsta ári. Á góðæristíma er mikilvægt að ríkisvaldið sýni ábyrgð og búi í haginn svo það sé vel í stakk búið að mæta næstu niðursveiflu. Mörg alvarleg hagstjórnarmistök voru gerð í aðdraganda banka- og gjaldeyrishrunsins 2008. Ein slík fólst í því að ráðast í byggingu á stærstu virkjun Íslandssögunnar í góðæri. Önnur var lækkun skatta nokkru síðar á hápunkti góðærisins. Þessar skattalækkanir voru harðlega gagnrýndar af OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2006-2007 en ríkisstjórnin skellti skollaeyrum við þeirri gagnrýni. Þessar alþjóðlegu stofnanir bentu jafnframt ítrekað á það á árunum fyrir hrunið að aðhald íslenska ríkisins væri of lítið í uppsveiflunni. Í ljósi reynslunnar er mikilvægt að ríkisvaldið gangi á undan með góðu fordæmi þegar hagkerfið er á suðupunkti. Það er ekkert svigrúm til skattalækkana á næstunni enda kæmu þær eins og olía á eld í þenslunni. Eins er einkennilegt að heyra stjórnmálamenn á vinstri vængnum tala um að það þurfi að auka ríkisútgjöld um tæplega 30 milljarða króna á næsta ári. Óábyrgt tal af þessu tagi kom upp í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm. Vandséð er að það samrýmist markmiði laga um opinber fjármál sem tóku gildi í byrjun þessa árs jafnvel þótt útgjöldin væru fjármögnuð með nýjum sköttum. Í uppsveiflunni þarf að stíga varlega til jarðar í ríkisútgjöldum þótt innviðafjárfesting í vega- og heilbrigðiskerfi sé orðin brýn. Það þarf að forgangsraða í þágu innviðafjárfestingar en best væri að ná slíku markmiði með sparnaði í stað nýrra ríkisútgjalda. Að þessu sögðu er mjög jákvætt að gert sé ráð fyrir 28,4 milljarða króna afgangi í fjárlagafrumvarpi næsta árs þótt hann mætti vera enn meiri. Vegna stöðunnar í hagkerfinu ætti afgangur á fjárlögum að vera markmið í sjálfu sér.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun