Fyrirsætan var að yfirgefa ræktina þegar myndir náðust af henni með demantshring á baugfingri. Hringurinn er afar fallegur með grænum steini í miðjunni sem er umkringdur demöntum.
Hringurinn svipar mikið til trúlofunarhrings Kate Middleton sem Vilhjálmur prins gaf henni. Sá hringur er örlítið stærri en sá sem Shayk gengur með og er með bláum stein í miðjunni.
