Blessuð sauðkindin Óttar Guðmundsson skrifar 17. desember 2016 07:00 Sauðkindin er hluti af íslenskri menningu og þjóðarsál. Íslendingar hafa lengi reynt að fá útlendinga til að skynja mikilfengleika skepnunnar. Í upphafi sjöunda áratugarins setti Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk á markaðinn léttreykt lambakjöt til útflutnings sem kallaðist London-lamb. Sagt var í blöðunum að nafnkunnir Hollywood-leikarar hefðu aldrei bragðað betra kjöt. Íslenska ríkið stóð fyrir útflutningnum og borgaði fólki fyrir að leggja sér lambið til munns. Ekki tókst þó að selja einn lambaskanka í þessu átaki og London-lambið fór til neyslu í fermingarveislum og jólaboðum landsmanna. Árið 1964 var íslenskt veitingahús opnað með pompi og prakt í London sem hét Iceland Food Center. Enn og aftur birtust greinar um vinsældir veitingastaðarins og alsæla viðskiptavini. Þetta kom þó fyrir lítið og staðurinn fór á hausinn með bullandi tapi. Ríkið stóð fyrir kostnaðinum og niðurgreiddi hvern bita sem étinn var á staðnum. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til að kenna heiminum að meta íslenska vegalambið. Niðurgreitt lambakjöt hefur verið til sölu á Norðurlöndum um árabil en aldrei náð verulegri útbreiðslu. Nú á að gera enn eina tilraunina. Á fjáraukalögum er veitt 100 milljónum til markaðsátaks til að borga útlendingum fyrir að kaupa lambakjöt. Eitt þúsund tonn eru óseld í frystikistum og þeim verður að koma út með góðu eða illu. Skynsamlegra væri þó að horfast í augu við breyttar matarvenjur fólks og fækka sauðfé í landinu verulega. Lögmál markaðarins hljóta að ráða. Árið 1987 var óselt lambakjöt urðað og kallaðist eftir það haugalamb. Sennilega væri það ódýrari kostur en að fara í enn eina söluherferðina með niðurgreitt lambakjöt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Sauðkindin er hluti af íslenskri menningu og þjóðarsál. Íslendingar hafa lengi reynt að fá útlendinga til að skynja mikilfengleika skepnunnar. Í upphafi sjöunda áratugarins setti Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk á markaðinn léttreykt lambakjöt til útflutnings sem kallaðist London-lamb. Sagt var í blöðunum að nafnkunnir Hollywood-leikarar hefðu aldrei bragðað betra kjöt. Íslenska ríkið stóð fyrir útflutningnum og borgaði fólki fyrir að leggja sér lambið til munns. Ekki tókst þó að selja einn lambaskanka í þessu átaki og London-lambið fór til neyslu í fermingarveislum og jólaboðum landsmanna. Árið 1964 var íslenskt veitingahús opnað með pompi og prakt í London sem hét Iceland Food Center. Enn og aftur birtust greinar um vinsældir veitingastaðarins og alsæla viðskiptavini. Þetta kom þó fyrir lítið og staðurinn fór á hausinn með bullandi tapi. Ríkið stóð fyrir kostnaðinum og niðurgreiddi hvern bita sem étinn var á staðnum. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til að kenna heiminum að meta íslenska vegalambið. Niðurgreitt lambakjöt hefur verið til sölu á Norðurlöndum um árabil en aldrei náð verulegri útbreiðslu. Nú á að gera enn eina tilraunina. Á fjáraukalögum er veitt 100 milljónum til markaðsátaks til að borga útlendingum fyrir að kaupa lambakjöt. Eitt þúsund tonn eru óseld í frystikistum og þeim verður að koma út með góðu eða illu. Skynsamlegra væri þó að horfast í augu við breyttar matarvenjur fólks og fækka sauðfé í landinu verulega. Lögmál markaðarins hljóta að ráða. Árið 1987 var óselt lambakjöt urðað og kallaðist eftir það haugalamb. Sennilega væri það ódýrari kostur en að fara í enn eina söluherferðina með niðurgreitt lambakjöt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun