Snúin staða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. desember 2016 07:00 Áhugavert verður að sjá hvort þingmönnum tekst að samþykkja fjárlagafrumvarpið áður en hátíðirnar ganga í garð. Við þær aðstæður sem nú ríkja í pólitíkinni er vinnan við frumvarpið ágætur prófsteinn á samtakamátt þingmanna og viljann til að gera málamiðlanir. Starfsstjórn Sigurðar Inga forsætisráðherra situr enn í stjórnarráðinu og fátt í spilunum sem bendir til þess að breyting verði á í bráð. Sigurður Ingi sjálfur hefur stigið fram og bent á hið augljósa, nú séu sjö vikur frá kosningum og ekkert hefur gengið að mynda meirihlutastjórn. Þá þurfi stjórnmálamennirnir að fara að íhuga nýja leiki í stöðunni. Sigurður tiltók þann kost að þingmenn sammæltust um minnihlutastjórn sem hefði skýran verkefnalista fram að næsta vori. Þá skyldi kosið á nýjan leik. Útspil Sigurðar Inga er áhugavert af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi nefnir hann þarna stjórnarform sem lítil hefð er fyrir á Íslandi, þótt vissulega þekki frændfólk okkar á Norðurlöndunum minnihlutastjórnir, oftast af góðu. Slík stjórn þyrfti í auknum mæli að leita málamiðlana, minni hvati yrði til stóryrða og meiri til samstarfs við kollega sem alla jafna teldust pólitískir andstæðingar. Þetta væri alveg örugglega gott fyrir íslenska stjórnmálamenningu ef vel til tækist. Við sjáum líka af síðustu sjö vikum að landið fer nú ekki á hliðina þótt ríkisstjórn styðjist ekki við meirihluta þingsins. Í öðru lagi gætu orð Sigurðar Inga orðið foringjum flokkanna, sem reynt hafa að mynda stjórn, hvatning til að leggja enn harðar að sér í samningum. Einnig skiptir máli að landslagið í pólitíkinni er gerbreytt. Einn spánnýr flokkur sem vann mikinn kosningasigur, og tveir til viðbótar, sem ekki eiga sér langa sögu, nutu mikils fylgis. Óvíst er að nýju fólki í nýjum flokkum hugnist að kjósa strax og eiga á hættu að missa þingsæti sín. Ljóst er að kominn er tími til að fara ótroðnar slóðir. Þrír raunhæfir kostir eru í stöðunni. Sá fyrsti er meirihlutastjórn þriggja eða fleiri flokka, annar er minnihlutastjórn sem þarf að semja um einstök mál eða starfar í skjóli flokka, sem ekki sitja stjórninni. Þriðji kosturinn er nýjar kosningar innan tíðar. Fyrstu kostirnir tveir krefjast málamiðlana og þroska til að vinna saman. Er ekki kominn tími til að gera þá kröfu? Fyrirmyndirnar eru allt í kringum okkur. Í þriðja kostinum felst uppgjöf. Þar fyrir utan gæti staðan eftir nýjar kosningar verið álíka flókin því að margt bendir til að pólitískt landslag sé breytt til frambúðar. Flokkarnir, hvorki gamlir né nýir, geta ekki gengið að kjósendum vísum eins og áður var. Sú tíð er sem betur fer liðin að stórir fjársterkir flokkar eigi einir greiðan aðgang að kjósendum, sem taki þegjandi við fagnaðarerindinu. Nú geta allir látið í sér heyra, jafnvel án þess að hafa aðgang að digrum sjóðum. Fjórði möguleikinn er utanþingsstjórn. Það yrði mikill áfellisdómur yfir sitjandi þingmönnum. Ekki er komið að því enn þá. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun
Áhugavert verður að sjá hvort þingmönnum tekst að samþykkja fjárlagafrumvarpið áður en hátíðirnar ganga í garð. Við þær aðstæður sem nú ríkja í pólitíkinni er vinnan við frumvarpið ágætur prófsteinn á samtakamátt þingmanna og viljann til að gera málamiðlanir. Starfsstjórn Sigurðar Inga forsætisráðherra situr enn í stjórnarráðinu og fátt í spilunum sem bendir til þess að breyting verði á í bráð. Sigurður Ingi sjálfur hefur stigið fram og bent á hið augljósa, nú séu sjö vikur frá kosningum og ekkert hefur gengið að mynda meirihlutastjórn. Þá þurfi stjórnmálamennirnir að fara að íhuga nýja leiki í stöðunni. Sigurður tiltók þann kost að þingmenn sammæltust um minnihlutastjórn sem hefði skýran verkefnalista fram að næsta vori. Þá skyldi kosið á nýjan leik. Útspil Sigurðar Inga er áhugavert af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi nefnir hann þarna stjórnarform sem lítil hefð er fyrir á Íslandi, þótt vissulega þekki frændfólk okkar á Norðurlöndunum minnihlutastjórnir, oftast af góðu. Slík stjórn þyrfti í auknum mæli að leita málamiðlana, minni hvati yrði til stóryrða og meiri til samstarfs við kollega sem alla jafna teldust pólitískir andstæðingar. Þetta væri alveg örugglega gott fyrir íslenska stjórnmálamenningu ef vel til tækist. Við sjáum líka af síðustu sjö vikum að landið fer nú ekki á hliðina þótt ríkisstjórn styðjist ekki við meirihluta þingsins. Í öðru lagi gætu orð Sigurðar Inga orðið foringjum flokkanna, sem reynt hafa að mynda stjórn, hvatning til að leggja enn harðar að sér í samningum. Einnig skiptir máli að landslagið í pólitíkinni er gerbreytt. Einn spánnýr flokkur sem vann mikinn kosningasigur, og tveir til viðbótar, sem ekki eiga sér langa sögu, nutu mikils fylgis. Óvíst er að nýju fólki í nýjum flokkum hugnist að kjósa strax og eiga á hættu að missa þingsæti sín. Ljóst er að kominn er tími til að fara ótroðnar slóðir. Þrír raunhæfir kostir eru í stöðunni. Sá fyrsti er meirihlutastjórn þriggja eða fleiri flokka, annar er minnihlutastjórn sem þarf að semja um einstök mál eða starfar í skjóli flokka, sem ekki sitja stjórninni. Þriðji kosturinn er nýjar kosningar innan tíðar. Fyrstu kostirnir tveir krefjast málamiðlana og þroska til að vinna saman. Er ekki kominn tími til að gera þá kröfu? Fyrirmyndirnar eru allt í kringum okkur. Í þriðja kostinum felst uppgjöf. Þar fyrir utan gæti staðan eftir nýjar kosningar verið álíka flókin því að margt bendir til að pólitískt landslag sé breytt til frambúðar. Flokkarnir, hvorki gamlir né nýir, geta ekki gengið að kjósendum vísum eins og áður var. Sú tíð er sem betur fer liðin að stórir fjársterkir flokkar eigi einir greiðan aðgang að kjósendum, sem taki þegjandi við fagnaðarerindinu. Nú geta allir látið í sér heyra, jafnvel án þess að hafa aðgang að digrum sjóðum. Fjórði möguleikinn er utanþingsstjórn. Það yrði mikill áfellisdómur yfir sitjandi þingmönnum. Ekki er komið að því enn þá. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun