Bleikir tyggjópakkar veittu innblástur Guðný Hrönn skrifar 19. desember 2016 16:15 Plötuumslagið utan um plötuna Bubblegum Bitch var unnið af ljósmyndaranum Jiri Hroník, grafíska hönnuðinum Jaromír Hárovník og skúlptúrlistamanninum Vojtéch Nerad. Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna. „Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Alvia og hlær aðspurð hvaða þýðingu Kraumsverðlaunin hafi fyrir hana. „Nema í staðinn fyrir að fara í menntaskóla þá fór ég mína leið og fylgdi draumnum sem var að gefa út plötu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég lærði mikið af því. Þannig að já, að fá svona viðurkenningu, það er mjög nett.“Rapparinn Andrea eða Alvia Islandia er að gera góða hluti.Ljósmynd/Helga BlingAlvia var búin að sjá fyrir sér að gera plötuna í þrjú ár. „Já, og ég skrifaði textana á sex mánuðum. Platan var svo tekin upp á þremur dögum uppi í Shades Studio með Hermanni Bridde og hann mixaði síðan plötuna,“ segir Alvia sem er ein af fáum stelpum í rappsenunni á Íslandi. „Það er æðislegt, ég elska að vera stelpa!“ Það sem veitti Alviu innblástur við gerð plötunnar voru bleikir tyggjópakkar, sleikjóar, draumar, tilfinningar og eilífðin að hennar sögn. Hún lýsir plötunni sem „slow trap“-plötu með djúpum bassa sem virkar vel í bílinn og partíið. Alvia er spennt fyrir framhaldinu. „Það er að koma nýtt ár og 2017 verður yndislegt! Það eru fullt af tónleikum framundan og mig langar rosalega að fara hringinn um landið og spila úti á landi. Svo er nóg af nýrri músík og myndböndum á leiðinni og meira skemmtilegt frá mér og GumGumClan,“ segir Alvia og mælir með að áhugasamir fylgist með framhaldinu á vefnum gumgumclan.com. Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna. „Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Alvia og hlær aðspurð hvaða þýðingu Kraumsverðlaunin hafi fyrir hana. „Nema í staðinn fyrir að fara í menntaskóla þá fór ég mína leið og fylgdi draumnum sem var að gefa út plötu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég lærði mikið af því. Þannig að já, að fá svona viðurkenningu, það er mjög nett.“Rapparinn Andrea eða Alvia Islandia er að gera góða hluti.Ljósmynd/Helga BlingAlvia var búin að sjá fyrir sér að gera plötuna í þrjú ár. „Já, og ég skrifaði textana á sex mánuðum. Platan var svo tekin upp á þremur dögum uppi í Shades Studio með Hermanni Bridde og hann mixaði síðan plötuna,“ segir Alvia sem er ein af fáum stelpum í rappsenunni á Íslandi. „Það er æðislegt, ég elska að vera stelpa!“ Það sem veitti Alviu innblástur við gerð plötunnar voru bleikir tyggjópakkar, sleikjóar, draumar, tilfinningar og eilífðin að hennar sögn. Hún lýsir plötunni sem „slow trap“-plötu með djúpum bassa sem virkar vel í bílinn og partíið. Alvia er spennt fyrir framhaldinu. „Það er að koma nýtt ár og 2017 verður yndislegt! Það eru fullt af tónleikum framundan og mig langar rosalega að fara hringinn um landið og spila úti á landi. Svo er nóg af nýrri músík og myndböndum á leiðinni og meira skemmtilegt frá mér og GumGumClan,“ segir Alvia og mælir með að áhugasamir fylgist með framhaldinu á vefnum gumgumclan.com.
Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00