Avocado- og súkkulaðismákökur Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 19. desember 2016 20:00 Uppskriftin dugar í um það bil tuttugu og fimm litlar smákökur. Mynd/Hildur Hildur Rut Ingimarsdóttir hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. Hildur er sniðug í eldhúsinu og er sífellt að prófa sig áfram. Hún gaf nýverið út matreiðslubókina Avocado en í henni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn. Fyrir jólin bakar Hildur mikið af smákökum og deilir hún hér uppskrift að avocado- og súkkulaðismákökum sem bragðast vel.Súkkulaðismákökur1 avocado3 msk. akasíuhunang2 msk. hnetusmjör1 tsk. vanilludropar1 egg2 msk. kakóduft100 gr suðusúkkulaði, gróft saxað eða súkkulaðidropar Hrærið saman avocado, hunangi, hnetusmjöri, vanilludropum og eggi þangað til að blandan verður silkimjúk. Gott er að nota hrærivél. Bætið kakóduftinu við. Að lokum er súkkulaðinu hrært saman við með skeið. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Bakið við 180°C í 10 mínútur. Hildur Rut Ingimarsdóttir er sniðug í eldhúsinu, en hún gaf nýverið út bókina Avocado. Í bókinni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn.Mynd/Ingimar Þór Friðriksson Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Hildur Rut Ingimarsdóttir hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. Hildur er sniðug í eldhúsinu og er sífellt að prófa sig áfram. Hún gaf nýverið út matreiðslubókina Avocado en í henni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn. Fyrir jólin bakar Hildur mikið af smákökum og deilir hún hér uppskrift að avocado- og súkkulaðismákökum sem bragðast vel.Súkkulaðismákökur1 avocado3 msk. akasíuhunang2 msk. hnetusmjör1 tsk. vanilludropar1 egg2 msk. kakóduft100 gr suðusúkkulaði, gróft saxað eða súkkulaðidropar Hrærið saman avocado, hunangi, hnetusmjöri, vanilludropum og eggi þangað til að blandan verður silkimjúk. Gott er að nota hrærivél. Bætið kakóduftinu við. Að lokum er súkkulaðinu hrært saman við með skeið. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Bakið við 180°C í 10 mínútur. Hildur Rut Ingimarsdóttir er sniðug í eldhúsinu, en hún gaf nýverið út bókina Avocado. Í bókinni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn.Mynd/Ingimar Þór Friðriksson
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira