Englar og tröll yfirtaka sólstofuna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 1. desember 2016 10:00 Nanna Gunnarsdóttir segir jólalandið í sólstofunni vekja mikla athygli gesta á jólum, sérstaklega barna. Mynd/Nanna Dögg Vilhjálmsdóttir Nanna Gunnarsdóttir hefur í áratugi safnað að sér skemmtilegum húsum og styttum sem hún raðar saman af kostgæfni um hver jól. Tíu fermetra sólstofa er undirlögð og vekur uppstillt ævintýralandið iðulega aðdáun gesta. Davíð Ás Gunnarsson var sex ára þegar bóndabærinn var smíðaður en bærinn markaði upphafið að jólaþorpinu. „Hann er nú læknanemi í Árósum. Hann var alltaf sérlega áhugasamur um að finna handa mér tröllkarla, álfa og jólasveina í jólalandið þegar hann var lítill,“ segir Nanna. Uppruni jólaþorpsins er frá 1960. Þá fluttum við hjónin í okkar eigið húsnæði og höfðum nóg pláss. Bóndi minn smíðaði fyrir jólin það ár, litla eftirlíkingu af gömlum burstabæ handa syni okkar sem þá var 6 ára. Hann límdi rauðan sellófónpappír í gluggana og setti ljósaperu inn í húsið. Ég setti svo bómull á þakið og keypti hæfilegan jólasvein sem við létum vera að kíkja inn um gluggana sem Kertasníkir. Jólasveinninn er enn við lýði en orðinn frekar hrörlegur eftir 56 ár,“ segir Nanna Gunnarsdóttir en sólstofan hennar er undirlögð hver jól af litríku jólaþorpi sem hún raðar saman af natni.Gamli burstabærinn er nú umkringdur fallegum munum og fígúrum.„Jólaþorpið hefur þróast með hverju árinu og eftir breytilegu húsnæði og lífsmunstri. Eftir að ég hætti að vinna og flutti í einbýlishús í höfuðborginni fékk ég um 10 fm sólskála til árstíðabundinna umráða. Eftir það er þetta eiginlega að fara úr böndunum í umfangi,“ segir Nanna sposk en inn í jólaþorpið hafa einnig með árunum ratað munir sem ekki tengjast jólunum beinlínis en setja engu að síður skemmtilegan svip á uppstillinguna.“Nú má segja að þetta sé jafnvel meira orðið að einskonar ævintýralandi en jólalandi. Þarna ægir saman alls kyns fyrirbærum allt frá kirkjum og jólasveinum og englum til trölla og álfa.”„Nú má segja að þetta sé jafnvel meira orðið að eins konar ævintýralandi en jólalandi. Þarna ægir saman alls kyns fyrirbærum allt frá kirkjum og jólasveinum og englum til trölla og álfa. Innan um eru svo hlutir sem ekki tengjast jólum á nokkurn hátt, eins og Drakúlakastali, draugamylla, skemmtibátar og hringekja. Þarna er líka að finna litla bryggju og vita og alls konar kvikindi og farartæki,“ segir Nanna.Fjölskylda Nönnu er dugleg við að leita uppi hluti í jólalandið. „Það er nefnilega stórskemmtilegt að eiga svona ruglaða ömmu sem hægt er að gefa alls konar skemmtilegt dót til að leika sér að.“Hún segist hafa viðað að sér einum og einum hlut gegnum árin og oft keypt eitthvað á ferðalögum erlendis. Þá sé fólkið hennar duglegt við að leita uppi sniðuga hluti í gjafir handa henni. „Mest eru þetta nú hlutir frá Lemax og Luville sem barnabörnin og fjölskyldan eru að gefa mér. Það er nefnilega stórskemmtilegt að eiga svona ruglaða ömmu sem hægt er að gefa alls konar skemmtilegt dót til að leika sér að,“ segir Nanna létt enda vekur þorpið iðulega mikla athygli gesta. „Fólk, og þá aðallega börnin, virða þessi ósköp fyrir sér í forundran,“ segir hún brosandi.„Eftir að ég hætti að vinna og flutti í einbýlishús í höfuðborginni fékk ég um 10 fm sólskála til árstíðabundinna umráða. Eftir það er þetta eiginlega að fara úr böndunum í umfangi.“ Jól Mest lesið Gyðingakökur Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Svona gerirðu graflax Jól Jól Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Hálfmánar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól
Nanna Gunnarsdóttir hefur í áratugi safnað að sér skemmtilegum húsum og styttum sem hún raðar saman af kostgæfni um hver jól. Tíu fermetra sólstofa er undirlögð og vekur uppstillt ævintýralandið iðulega aðdáun gesta. Davíð Ás Gunnarsson var sex ára þegar bóndabærinn var smíðaður en bærinn markaði upphafið að jólaþorpinu. „Hann er nú læknanemi í Árósum. Hann var alltaf sérlega áhugasamur um að finna handa mér tröllkarla, álfa og jólasveina í jólalandið þegar hann var lítill,“ segir Nanna. Uppruni jólaþorpsins er frá 1960. Þá fluttum við hjónin í okkar eigið húsnæði og höfðum nóg pláss. Bóndi minn smíðaði fyrir jólin það ár, litla eftirlíkingu af gömlum burstabæ handa syni okkar sem þá var 6 ára. Hann límdi rauðan sellófónpappír í gluggana og setti ljósaperu inn í húsið. Ég setti svo bómull á þakið og keypti hæfilegan jólasvein sem við létum vera að kíkja inn um gluggana sem Kertasníkir. Jólasveinninn er enn við lýði en orðinn frekar hrörlegur eftir 56 ár,“ segir Nanna Gunnarsdóttir en sólstofan hennar er undirlögð hver jól af litríku jólaþorpi sem hún raðar saman af natni.Gamli burstabærinn er nú umkringdur fallegum munum og fígúrum.„Jólaþorpið hefur þróast með hverju árinu og eftir breytilegu húsnæði og lífsmunstri. Eftir að ég hætti að vinna og flutti í einbýlishús í höfuðborginni fékk ég um 10 fm sólskála til árstíðabundinna umráða. Eftir það er þetta eiginlega að fara úr böndunum í umfangi,“ segir Nanna sposk en inn í jólaþorpið hafa einnig með árunum ratað munir sem ekki tengjast jólunum beinlínis en setja engu að síður skemmtilegan svip á uppstillinguna.“Nú má segja að þetta sé jafnvel meira orðið að einskonar ævintýralandi en jólalandi. Þarna ægir saman alls kyns fyrirbærum allt frá kirkjum og jólasveinum og englum til trölla og álfa.”„Nú má segja að þetta sé jafnvel meira orðið að eins konar ævintýralandi en jólalandi. Þarna ægir saman alls kyns fyrirbærum allt frá kirkjum og jólasveinum og englum til trölla og álfa. Innan um eru svo hlutir sem ekki tengjast jólum á nokkurn hátt, eins og Drakúlakastali, draugamylla, skemmtibátar og hringekja. Þarna er líka að finna litla bryggju og vita og alls konar kvikindi og farartæki,“ segir Nanna.Fjölskylda Nönnu er dugleg við að leita uppi hluti í jólalandið. „Það er nefnilega stórskemmtilegt að eiga svona ruglaða ömmu sem hægt er að gefa alls konar skemmtilegt dót til að leika sér að.“Hún segist hafa viðað að sér einum og einum hlut gegnum árin og oft keypt eitthvað á ferðalögum erlendis. Þá sé fólkið hennar duglegt við að leita uppi sniðuga hluti í gjafir handa henni. „Mest eru þetta nú hlutir frá Lemax og Luville sem barnabörnin og fjölskyldan eru að gefa mér. Það er nefnilega stórskemmtilegt að eiga svona ruglaða ömmu sem hægt er að gefa alls konar skemmtilegt dót til að leika sér að,“ segir Nanna létt enda vekur þorpið iðulega mikla athygli gesta. „Fólk, og þá aðallega börnin, virða þessi ósköp fyrir sér í forundran,“ segir hún brosandi.„Eftir að ég hætti að vinna og flutti í einbýlishús í höfuðborginni fékk ég um 10 fm sólskála til árstíðabundinna umráða. Eftir það er þetta eiginlega að fara úr böndunum í umfangi.“
Jól Mest lesið Gyðingakökur Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Svona gerirðu graflax Jól Jól Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Hálfmánar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól