Þunnildislegur þrettándi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. desember 2016 11:30 Bækur 13 dagar Árni Þórarinsson JPV útgáfa 279 bls. Einar blaðamaður er mættur á ný til leiks í nýjustu skáldsögu Árna Þórarinssonar, 13 dagar. Hann hefur verið í hléi um hríð, eða síðan Ár kattarins kom út árið 2012, en hér er þráðurinn tekinn upp að nýju, í beinu framhaldi. Það er dálítið bratt að ætlast til þess að aðdáendur Einars og Árna muni í smáatriðum hver staðan var í lífi blaðamannsins knáa fyrir fjórum árum en hér er engin tilraun gerð til að rifja upp fyrir lesendum og aftur og aftur stendur maður sig að því að staldra við og spyrja: Ha? Hver var það nú aftur? Eða: Ha? Voru þau orðin par, hvenær gerðist það? Þetta er þeim mun meira truflandi þar sem atburðir í einkalífi Einars og staða hans í starfi eiga á sér skýringar í fyrri bókunum um hann og það hlýtur að vera nánast ógjörningur fyrir þá sem ekki hafa lesið hinar bækurnar að átta sig á hvað hér er um að vera. Fyrir dygga lesendur fyrri bókanna um Einar tekur styttri tíma að raða því sem hér kemur fram á rétta staði í púslið sem líf hans er, en engu að síður er þetta bagalegur ókostur á bókinni. Að vanda skrifar Árni beint inn í samtímann, sakamálið í 13 dögum er morð á 15 ára stúlku sem lent hefur í slæmum félagsskap og tapað áttum. Einar og félagar hans á Síðdegisblaðinu fara auðvitað á kaf í það að rannsaka málið og nú hefur Gunnsa dóttir hans bæst í hópinn, þótt hún sé reyndar bara 17 ára unglingur og harla ólíklegur blaðamaður en það er önnur saga. Rannsóknin leiðir þau inn í heim eiturlyfjaneyslu og vændis, heim óprúttinna ungra manna sem nota fíkn unglinga sér til fjárhagslegs ávinnings. Hér er einnig skotið á foreldra sem gleyma börnum sínum í eigin framapoti, útlendingahatur og -hræðslu, spillingu fjármála- og stjórnmálamanna og ýmislegt fleira sem við þekkjum úr þjóðfélagsumræðu samtímans. Skotin hafa þó oft verið fastari og beinskeyttari, til dæmis í Ári kattarins þar sem þjóðfélagsgagnrýnin var nánast í aðalhlutverki. Hér er gagnrýnin moðvolg og eins og höfundur hafi hálft í hvoru misst áhugann á þessum hugðarefnum sínum. Enn verra er þó að persónusköpun er losaraleg, litlu púðri eytt í að skoða sálarlíf þeirra sem við sögu koma og Einar sjálfur orðinn ansi útþynntur. Sagan er þó að sjálfsögðu lipurlega skrifuð og uppbyggingin markviss. Árni kann að byggja upp hefðbundna glæpasögu og halda lesendum við efnið með hæfilegum skömmtum af upplýsingum sem varpa grun í allar áttir og með því að setja yfirheyrslu Gunnsu hjá Jónasi lögreglumanni – erkifjanda Einars – sem ramma um söguna gefur hann lesendum í skyn að Einar sjálfur hafi orðið fórnarlamb einhvers glæps, ja, eða framið einhvern glæp sjálfur, og fær lesandann til að óttast um örlög hans. 13 dagar er þannig alls ekki leiðinleg lesning en miðað við bestu bækur Árna, ekki síst hina stórgóðu sögu Glæpurinn sem út kom fyrir tveimur árum, er sagan helst til þunnur þrettándi. Við erum einfaldlega farin að gera meiri kröfur til hans sem höfundar. Niðurstaða: Hefðbundin glæpasaga um Einar blaðamann, en heldur þunnildisleg í samanburði við fyrri bækur höfundar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. desember. Bókmenntir Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur 13 dagar Árni Þórarinsson JPV útgáfa 279 bls. Einar blaðamaður er mættur á ný til leiks í nýjustu skáldsögu Árna Þórarinssonar, 13 dagar. Hann hefur verið í hléi um hríð, eða síðan Ár kattarins kom út árið 2012, en hér er þráðurinn tekinn upp að nýju, í beinu framhaldi. Það er dálítið bratt að ætlast til þess að aðdáendur Einars og Árna muni í smáatriðum hver staðan var í lífi blaðamannsins knáa fyrir fjórum árum en hér er engin tilraun gerð til að rifja upp fyrir lesendum og aftur og aftur stendur maður sig að því að staldra við og spyrja: Ha? Hver var það nú aftur? Eða: Ha? Voru þau orðin par, hvenær gerðist það? Þetta er þeim mun meira truflandi þar sem atburðir í einkalífi Einars og staða hans í starfi eiga á sér skýringar í fyrri bókunum um hann og það hlýtur að vera nánast ógjörningur fyrir þá sem ekki hafa lesið hinar bækurnar að átta sig á hvað hér er um að vera. Fyrir dygga lesendur fyrri bókanna um Einar tekur styttri tíma að raða því sem hér kemur fram á rétta staði í púslið sem líf hans er, en engu að síður er þetta bagalegur ókostur á bókinni. Að vanda skrifar Árni beint inn í samtímann, sakamálið í 13 dögum er morð á 15 ára stúlku sem lent hefur í slæmum félagsskap og tapað áttum. Einar og félagar hans á Síðdegisblaðinu fara auðvitað á kaf í það að rannsaka málið og nú hefur Gunnsa dóttir hans bæst í hópinn, þótt hún sé reyndar bara 17 ára unglingur og harla ólíklegur blaðamaður en það er önnur saga. Rannsóknin leiðir þau inn í heim eiturlyfjaneyslu og vændis, heim óprúttinna ungra manna sem nota fíkn unglinga sér til fjárhagslegs ávinnings. Hér er einnig skotið á foreldra sem gleyma börnum sínum í eigin framapoti, útlendingahatur og -hræðslu, spillingu fjármála- og stjórnmálamanna og ýmislegt fleira sem við þekkjum úr þjóðfélagsumræðu samtímans. Skotin hafa þó oft verið fastari og beinskeyttari, til dæmis í Ári kattarins þar sem þjóðfélagsgagnrýnin var nánast í aðalhlutverki. Hér er gagnrýnin moðvolg og eins og höfundur hafi hálft í hvoru misst áhugann á þessum hugðarefnum sínum. Enn verra er þó að persónusköpun er losaraleg, litlu púðri eytt í að skoða sálarlíf þeirra sem við sögu koma og Einar sjálfur orðinn ansi útþynntur. Sagan er þó að sjálfsögðu lipurlega skrifuð og uppbyggingin markviss. Árni kann að byggja upp hefðbundna glæpasögu og halda lesendum við efnið með hæfilegum skömmtum af upplýsingum sem varpa grun í allar áttir og með því að setja yfirheyrslu Gunnsu hjá Jónasi lögreglumanni – erkifjanda Einars – sem ramma um söguna gefur hann lesendum í skyn að Einar sjálfur hafi orðið fórnarlamb einhvers glæps, ja, eða framið einhvern glæp sjálfur, og fær lesandann til að óttast um örlög hans. 13 dagar er þannig alls ekki leiðinleg lesning en miðað við bestu bækur Árna, ekki síst hina stórgóðu sögu Glæpurinn sem út kom fyrir tveimur árum, er sagan helst til þunnur þrettándi. Við erum einfaldlega farin að gera meiri kröfur til hans sem höfundar. Niðurstaða: Hefðbundin glæpasaga um Einar blaðamann, en heldur þunnildisleg í samanburði við fyrri bækur höfundar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. desember.
Bókmenntir Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira