Menning

Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tilkynnt var um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016 á Kjarvalsstöðum nú rétt í þessu en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta.

Hildur Knútsdóttir er fyrsti rithöfundurinn sem tilnefndur er fyrir tvær bækur sama árið en bækurnar Vetrarhörkur og Doddi: bók sannleikans!, sem hún skrifar ásamt Þórdísi Gísladóttur, eru báðar tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka.

Þá vekur athygli að í sama flokki er teiknimyndasagan Vargöld – Fyrsta bók tilnefnd, en eftir því sem Vísir kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem teiknimyndasaga er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Tilnefningar voru kynntar á Kjarvalsstöðum fyrr í dag.vísir/stefán
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016:

Flokkur fræðirita og bóka almenns eðlis:

Árni Heimir Ingólfsson

Saga tónlistarinnar

Útgefandi: Forlagið

Bergsveinn Birgisson

Leitin að svarta víkingnum

Útgefandi: Bjartur

Guðrún Ingólfsdóttir

Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar

Útgefandi: Háskólaútgáfan

Ragnar Axelsson

Andlit norðursins

Útgefandi: Crymogea

Viðar Hreinsson

Jón lærði og náttúrur náttúrunnar

Útgefandi: Lesstofan

Dómnefnd skipuðu:

Aðalsteinn Ingólfsson, formaður nefndar, Hulda Proppé og Þórunn Sigurðardóttir

Höfundar teiknimyndasögunnar Vargöld - Fyrsta bók, þeir Jón Páll Halldórsson, Þórhallur Arnórsson og Andri Sveinsson.mynd/brynjar snær
Flokkur barna-og ungmennabóka:

Hildur Knútsdóttir

Vetrarhörkur

Útgefandi: JPV útgáfa

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir

Doddi: bók sannleikans!

Útgefandi: Bókabeitan

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir

Íslandsbók barnanna

Útgefandi: Iðunn

Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson

Vargöld: fyrsta bók

Útgefandi: Iðunn

Ævar Þór Benediktsson

Vélmennaárásin

Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu:

Árni Árnason, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Sigurjón Kjartansson.

Guðrún Eva Mínervudóttir er tilnefnd fyrir bókina Skegg Raspútíns. Vísir/Ernir
Flokkur fagurbókmennta:

Steinar Bragi

Allt fer

Útgefandi: Mál og menning

Sjón

Ég er sofandi hurð (Co Dex 1962)

Útgefandi: JPV útgáfa

Guðrún Eva Mínervudóttir

Skegg Raspútíns

Útgefandi: Bjartur

Auður Ava Ólafsdóttir

Ör

Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Sigurður Pálsson

Ljóð muna rödd

Útgefandi: JPV útgáfa

Dómnefnd skipuðu:

Knútur Hafsteinsson, formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og og Jórunn Sigurðardóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.