Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember 2. desember 2016 09:30 Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í dag, annan desember, kennir Hurðaskellir okkur að búa til jólamat handa smáfuglunum. Hann blandar saman tólg við fuglafóður og setur blönduna í piparkökumót. Þegar tólgin harðnar heldur hún saman fuglafóðrinu og þá verða til flottar fígúrur úr matnum. Þetta er síðan hægt að hengja upp í tré. Það er gaman að segja frá því að miklu fleira er hægt að nota en bara tilbúið fuglafóður því fuglar borða næstum alla matarafganga sem við skiljum eftir. Er þá bara um að gera að skera þá smátt, skella út í bráðnaða tólgina og kæla síðan til að festa saman.Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna. Jólafréttir Mest lesið Þessar raddir urðu vinir mínir Jólin Opnunartímar Kringlunnar Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólameðlæti Marentzu Jól Sálmur 94 - Jesús, þú ert vort jólaljós Jól Passar að jólin týnist ekki Jól Mosfellingar gleðjast - myndir Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jóladagatal Vísis: Góðast að borða með Sollu og Dorrit Jólin Sálmur 567 - Oss barn er fætt í Betlehem Jól
Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í dag, annan desember, kennir Hurðaskellir okkur að búa til jólamat handa smáfuglunum. Hann blandar saman tólg við fuglafóður og setur blönduna í piparkökumót. Þegar tólgin harðnar heldur hún saman fuglafóðrinu og þá verða til flottar fígúrur úr matnum. Þetta er síðan hægt að hengja upp í tré. Það er gaman að segja frá því að miklu fleira er hægt að nota en bara tilbúið fuglafóður því fuglar borða næstum alla matarafganga sem við skiljum eftir. Er þá bara um að gera að skera þá smátt, skella út í bráðnaða tólgina og kæla síðan til að festa saman.Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.
Jólafréttir Mest lesið Þessar raddir urðu vinir mínir Jólin Opnunartímar Kringlunnar Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólameðlæti Marentzu Jól Sálmur 94 - Jesús, þú ert vort jólaljós Jól Passar að jólin týnist ekki Jól Mosfellingar gleðjast - myndir Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jóladagatal Vísis: Góðast að borða með Sollu og Dorrit Jólin Sálmur 567 - Oss barn er fætt í Betlehem Jól