J.Law nýtir sér mátt brúnkukremsins um hávetur Ritstjórn skrifar 2. desember 2016 12:00 Fersk og sæt Jennifer Lawrence. Mynd/Getty Jennifer Lawrence var stödd í London í vikunni á frumsýningu nýjustu kvikmyndar hennar, Passengers. Lawrence veldur aldrei vonbrigðum á rauða dreglinum og þetta skiptið var engin undantekning. Hún mætti í rauðum munstruðum afslöppuðum kjól frá Proenza Schouler. Það sem vakti þó meiri athygli var ferskur blær sem sveif yfir Jennifer, eins og hún væri nýkomin úr fríi á sólarströnd. Hægt er að þakka góðum brúnkukremum fyrir slíkan ljóma en það er hentugt að eiga eitt slíkt um hávetur, þegar maður er fölur og þreytulegur. Það þarf ekki að fara í viku frí til Tenefire eða kaupa sér kort á ljósabekkjastofu til þess að verða brúnn heldur er nóg að smyrja sig frá toppi til táar heima hjá sér án þess að skaða húðina á nokkurn hátt. Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Þessi eyeliner, þessi augnhár Glamour ,,Kona sem notar ekki ilmvatn á sér enga framtíð." Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour Viljum allar ilma eins og Kate Moss Glamour Það besta frá tískuárinu 2015 Glamour Vel skóuð inn í veturinn Glamour Áhrifamestu konur förðunarheimsins Glamour
Jennifer Lawrence var stödd í London í vikunni á frumsýningu nýjustu kvikmyndar hennar, Passengers. Lawrence veldur aldrei vonbrigðum á rauða dreglinum og þetta skiptið var engin undantekning. Hún mætti í rauðum munstruðum afslöppuðum kjól frá Proenza Schouler. Það sem vakti þó meiri athygli var ferskur blær sem sveif yfir Jennifer, eins og hún væri nýkomin úr fríi á sólarströnd. Hægt er að þakka góðum brúnkukremum fyrir slíkan ljóma en það er hentugt að eiga eitt slíkt um hávetur, þegar maður er fölur og þreytulegur. Það þarf ekki að fara í viku frí til Tenefire eða kaupa sér kort á ljósabekkjastofu til þess að verða brúnn heldur er nóg að smyrja sig frá toppi til táar heima hjá sér án þess að skaða húðina á nokkurn hátt.
Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Þessi eyeliner, þessi augnhár Glamour ,,Kona sem notar ekki ilmvatn á sér enga framtíð." Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour Viljum allar ilma eins og Kate Moss Glamour Það besta frá tískuárinu 2015 Glamour Vel skóuð inn í veturinn Glamour Áhrifamestu konur förðunarheimsins Glamour