Fótbolti

Ramos bjargaði stigi fyrir Real Madrid á lokamínútunni | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ronaldo, Modridc og Marcelo reyna að stöðva Messi í dag.
Ronaldo, Modridc og Marcelo reyna að stöðva Messi í dag. vísir/getty
Sergio Ramos var hetja Madrídinga í 1-1 jafntefli gegn Barcelona í El Clásico slagnum á Nývangi í dag en jöfnunarmark Ramos kom á 90. mínútu eftir að Luis Suárez kom Börsungum yfir.

Fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt lélegur en liðunum gekk illa að skapa sér færi. Var staðan markalaus í hálfleik eftir tíðindarlitlar 45. mínútur en það var meira líf í seinni hálfleik.

Suárez kom Börsungum yfir með skalla eftir aukaspyrnu Neymars á 53. mínútu en Neymar fékk sjálfur færi til að bæta við marki stuttu síðar. Lék hann þá á Dani Carvajal og komst einn gegn Keylor Navas en skot hans af stuttu færi fór hátt yfir.

Madrídingar fengu aukaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma og sendi króatíski galdramaðurinn Luka Modric boltann inn á Sergio Ramos sem skallaði í netið af stuttu færi.

Börsungar voru nálægt því að stela sigrinum undir lokin en Casemiro bjargaði á línu fyrir Real Madrid eftir skalla.

Jafnteflið þýðir að Madrídingar halda sex stiga forskoti á Barcelona á toppi deildarinnar og eru áfram taplausir í spænsku deildinni en þetta var þriðja jafntefli Barcelona í röð.

Suarez kemur Barcelona yfir: Ramos jafnar metin:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×