Um barnauppeldi Óttar Guðmundsson skrifar 3. desember 2016 07:00 Í Egilssögu er sagt frá því þegar Egill, barnungur, drap vin sinn Grím Heggsson. Þegar þeim félögum varð sundurorða, náði Egill í litla exi og keyrði í höfuð drengsins. Skallagrímur faðir hans reiddist þessu uppátæki en móðir hans, Bera, fagnaði Agli og sagði hann mikið víkingsefni. Ekki er að efa að þessi ummæli höfðu slæm áhrif á drenginn. Hann fékk umbun frá móður sinni fyrir neikvæða hegðun. Þetta einkennir samskipti foreldra og barna í nútímasamfélagi. Foreldrar eru dauðhræddir við að draga einhver mörk af ótta við viðbrögð barnsins. Er kannski sektarkennd og samviskubiti um að kenna? Foreldrar gera aldrei nóg fyrir börn sín. Í mörgum fjölskyldum hafa litlir einvaldar algjörlega tekið völdin. Mamma og pabbi láta allt eftir barninu svo að það fái ekki frekjukast. Vilji barnið borða kókópöffs í kvöldmat, láta foreldrar undan. Vilji barnið leika sér í tölvuleik fram eftir kvöldi er erfitt að segja nei. Barnið stjórnar máltíðum fjölskyldunnar með matvendni og óraunhæfum kröfum. Neikvæð hegðun er verðlaunuð með sætindum og eftirréttum. Börnin læra smám saman að þau hafa öll tögl og hagldir á heimilinu. Þau stjórna líka í svefnherberginu og sofa í rúmi foreldranna með snjallsímann sinn undir koddanum. Mamma og pabbi þora ekki að njóta þess að vera saman, barnið gæti vaknað og þá er illt í efni! Stundum er betra að setja börnum mörk. Kannski hefði mátt koma í veg fyrir að Egill yrði siðblindur ofbeldismaður ef foreldarnir hefðu sameinast um að ala drenginn upp en ekki að ýta stöðugt undir neikvæða hegðun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun
Í Egilssögu er sagt frá því þegar Egill, barnungur, drap vin sinn Grím Heggsson. Þegar þeim félögum varð sundurorða, náði Egill í litla exi og keyrði í höfuð drengsins. Skallagrímur faðir hans reiddist þessu uppátæki en móðir hans, Bera, fagnaði Agli og sagði hann mikið víkingsefni. Ekki er að efa að þessi ummæli höfðu slæm áhrif á drenginn. Hann fékk umbun frá móður sinni fyrir neikvæða hegðun. Þetta einkennir samskipti foreldra og barna í nútímasamfélagi. Foreldrar eru dauðhræddir við að draga einhver mörk af ótta við viðbrögð barnsins. Er kannski sektarkennd og samviskubiti um að kenna? Foreldrar gera aldrei nóg fyrir börn sín. Í mörgum fjölskyldum hafa litlir einvaldar algjörlega tekið völdin. Mamma og pabbi láta allt eftir barninu svo að það fái ekki frekjukast. Vilji barnið borða kókópöffs í kvöldmat, láta foreldrar undan. Vilji barnið leika sér í tölvuleik fram eftir kvöldi er erfitt að segja nei. Barnið stjórnar máltíðum fjölskyldunnar með matvendni og óraunhæfum kröfum. Neikvæð hegðun er verðlaunuð með sætindum og eftirréttum. Börnin læra smám saman að þau hafa öll tögl og hagldir á heimilinu. Þau stjórna líka í svefnherberginu og sofa í rúmi foreldranna með snjallsímann sinn undir koddanum. Mamma og pabbi þora ekki að njóta þess að vera saman, barnið gæti vaknað og þá er illt í efni! Stundum er betra að setja börnum mörk. Kannski hefði mátt koma í veg fyrir að Egill yrði siðblindur ofbeldismaður ef foreldarnir hefðu sameinast um að ala drenginn upp en ekki að ýta stöðugt undir neikvæða hegðun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun