Lyfti samfélaginu upp á annað plan 7. desember 2016 10:00 Bryggjuhúsið, sem er elsti hluti Duushúsalengjunnar, var byggt sem pakkhús 1877. Jólatrésskemmtunin verður haldin þar næsta sunnudag milli kl. 15 og 16. MYND/REYKJANESBÆR Frá aldamótunum 1900 og næstu tvo áratugi þar á eftir héldu eigendur Duus verslunarinnar í Keflavík árlegar jólatrésskemmtanir fyrir börnin í þorpinu. Jafnan er talað um þessar skemmtanir sem einhverjar þær alrómuðustu sem farið hafa fram í Keflavík fyrr og síðar en þar sáu mörg barnanna m.a. jólatré í fyrsta sinn, fengu veitingar af bestu sort og leikföng í veislulok. Næsta sunnudag ætlar Reykjanesbær að endurvekja þennan gamla og fallega sið og halda jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsi Duushúsa kl. 15-16. Guðlaug María Lewis, fræðslufulltrúi menningarmála hjá Reykjanesbæ, segir hugmyndina hafa kviknað á starfsmannafundi hjá þeim starfsmönnum sem starfa við Duus Safnahús, þegar jólin voru til umræðu. „Okkur langaði að brydda upp á sérstakri jóladagskrá fyrir fjölskyldur. Þá kom upp þessi hugmynd hvort við gætum mögulega tengt hana beint við þessi gömlu hús, þannig að í henni væri þá falin dálítil fræðsla um leið. Bryggjuhúsið, sem er elsti hluti Duushúsalengjunnar, var byggt sem pakkhús 1877 og var í eigu Duus verslunarinnar sem rak hér mikið verslunarveldi á þessum árum. Við vissum að á þessum tíma voru haldnar jólatrésskemmtanir fyrir bæjarbúa í húsinu og ákváðum að dusta rykið af þeirri sögu og í raun að endurvekja hana.“Guðlaug María Lewis er fræðslufulltrúi menningarmála hjá Reykjanesbæ.Í gömlum stíl Eðli málsins samkvæmt voru jólatrésskemmtanirnar mjög vinsælir viðburður á sínum tíma enda sóttu þær allir sem vettlingi gátu valdið. „Í heimildum segir t.d. að um 300 manns hafi verið á skemmtuninni árið 1905. Upp frá því var hún flutt í stærsta húsið í bænum sem var Bryggjuhúsið en ekki er vitað nákvæmlega hvar skemmtanirnar voru haldnir í upphafi. Skemmtunin hófst kl. 17 og stóð yfir fram til miðnættis en þá hófst ball fyrir fullorðna sem stóð yfir til morguns. Þetta var alvöru hér í denn. Jólaballið okkar verður þó ekki alveg jafn umfangsmikið og í gamla daga heldur haldið á milli kl. 15 og 16.“ Og þau ætla að gera sitt besta til að rifja upp stemninguna sem ríkti hér fyrir um 100 árum síðan. „Við hófum undirbúning síðustu helgi með því að bjóða upp á jólaföndur. Þar voru útbúnar skreytingar í salinn þar sem jólaballið verður haldið, m.a. kramarhús, jólahjörtu til að hengja á jólatré auk músastiga sem hengdir voru í loftin.“ Húsið er því því skreytt hátt og lágt með gamaldags jólaskrauti, dansað verður í kringum jólatréð og klassískir íslenskir jólasöngvar sungnir við píanóundirleik. „Svo fáum við auðvitað í heimsókn tvo af gömlu íslensku jólasveinunum. Það er aldrei að vita hverju þeir geta tekið upp á þegar þeir fá að leika lausum hala. Þá verður fróðleikur um gömlu jólatrésskemmtanirnar settur fram þannig að fólk geti sagt börnunum sínum frá þessum tíma.“Síðasta jólatrésskemmtunin í Bryggjuhúsinu var haldin fyrir jólin 1920. Þessi mynd er talin sú eina sem til er af þeim skemmtunum.MYND/BYGGÐASAFN REYKJANESBÆJARGleymum jólabrjálæðinu Upphaf jólatrésskemmtanannna má rekja til Ásu Olavsen, sem var dönsk eiginkona Ólafs Olavsens, forstjóra Duusverslunarinnar. Einn sunnudaginn um sumar bauð hún börnunum í Keflavík heim í hús sitt, Fischershús. „Þar bauð hún upp á ýmsar kræsingar auk þess sem dansað var undir tónlist frá lírukassa. Þegar hún kvaddi börnin sagði hún þeim að hún myndi muna eftir þeim næstu jól en þá var börnunum boðið í fyrstu veisluna. Þá var Ása búin að skreyta sal en á miðju gólfinu stóð fallegt jólatré skreytt fallegu skrauti og smá leikföngum sem skipt var á milli barnanna þegar veislunni lauk.“ Guðlaug segist ímynda sér að jólatrésskemmtanirnar áður fyrr hafi haft svipuð áhrif eins og Ljósanótt gerir í dag, hreinlega lyft samfélaginu upp á annað plan. „Það segir sig nánast sjálft að á þessum tímum þar sem skortur var nokkur og íburður enginn hefur þetta svo sannarlega verið upplyfting í skammdeginu og eitthvað til að hlakka til. Í dag þegar við erum vön svo miklu tilstandi í kringum jólin, miklum glamúr og mikilli neyslu langar okkur hins vegar að horfa til baka og tóna hlutina aðeins niður og halda bara einfalda, litla jólaskemmtun þar sem hægt er að koma saman í fallegt gamaldags umhverfi í stutta stund, dansa í kringum jólatré og syngja saman og reyna að finna hinn sanna jólaanda og gleyma jólabrjálæðinu um stund.“ Jólatrésskemmtunin verður í Bryggjuhúsi Duus Safnahúsa í Reykjanesbæ, sunnudaginn 11. desember milli kl. 15 og 16. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Einu sinni var... Jól Reykjanesbær Mest lesið Laufabrauð Jól Samviskulegar smákökur Jól Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Sætar súkkulaðispesíur Jólin Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Karlar í nærbuxum Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól
Frá aldamótunum 1900 og næstu tvo áratugi þar á eftir héldu eigendur Duus verslunarinnar í Keflavík árlegar jólatrésskemmtanir fyrir börnin í þorpinu. Jafnan er talað um þessar skemmtanir sem einhverjar þær alrómuðustu sem farið hafa fram í Keflavík fyrr og síðar en þar sáu mörg barnanna m.a. jólatré í fyrsta sinn, fengu veitingar af bestu sort og leikföng í veislulok. Næsta sunnudag ætlar Reykjanesbær að endurvekja þennan gamla og fallega sið og halda jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsi Duushúsa kl. 15-16. Guðlaug María Lewis, fræðslufulltrúi menningarmála hjá Reykjanesbæ, segir hugmyndina hafa kviknað á starfsmannafundi hjá þeim starfsmönnum sem starfa við Duus Safnahús, þegar jólin voru til umræðu. „Okkur langaði að brydda upp á sérstakri jóladagskrá fyrir fjölskyldur. Þá kom upp þessi hugmynd hvort við gætum mögulega tengt hana beint við þessi gömlu hús, þannig að í henni væri þá falin dálítil fræðsla um leið. Bryggjuhúsið, sem er elsti hluti Duushúsalengjunnar, var byggt sem pakkhús 1877 og var í eigu Duus verslunarinnar sem rak hér mikið verslunarveldi á þessum árum. Við vissum að á þessum tíma voru haldnar jólatrésskemmtanir fyrir bæjarbúa í húsinu og ákváðum að dusta rykið af þeirri sögu og í raun að endurvekja hana.“Guðlaug María Lewis er fræðslufulltrúi menningarmála hjá Reykjanesbæ.Í gömlum stíl Eðli málsins samkvæmt voru jólatrésskemmtanirnar mjög vinsælir viðburður á sínum tíma enda sóttu þær allir sem vettlingi gátu valdið. „Í heimildum segir t.d. að um 300 manns hafi verið á skemmtuninni árið 1905. Upp frá því var hún flutt í stærsta húsið í bænum sem var Bryggjuhúsið en ekki er vitað nákvæmlega hvar skemmtanirnar voru haldnir í upphafi. Skemmtunin hófst kl. 17 og stóð yfir fram til miðnættis en þá hófst ball fyrir fullorðna sem stóð yfir til morguns. Þetta var alvöru hér í denn. Jólaballið okkar verður þó ekki alveg jafn umfangsmikið og í gamla daga heldur haldið á milli kl. 15 og 16.“ Og þau ætla að gera sitt besta til að rifja upp stemninguna sem ríkti hér fyrir um 100 árum síðan. „Við hófum undirbúning síðustu helgi með því að bjóða upp á jólaföndur. Þar voru útbúnar skreytingar í salinn þar sem jólaballið verður haldið, m.a. kramarhús, jólahjörtu til að hengja á jólatré auk músastiga sem hengdir voru í loftin.“ Húsið er því því skreytt hátt og lágt með gamaldags jólaskrauti, dansað verður í kringum jólatréð og klassískir íslenskir jólasöngvar sungnir við píanóundirleik. „Svo fáum við auðvitað í heimsókn tvo af gömlu íslensku jólasveinunum. Það er aldrei að vita hverju þeir geta tekið upp á þegar þeir fá að leika lausum hala. Þá verður fróðleikur um gömlu jólatrésskemmtanirnar settur fram þannig að fólk geti sagt börnunum sínum frá þessum tíma.“Síðasta jólatrésskemmtunin í Bryggjuhúsinu var haldin fyrir jólin 1920. Þessi mynd er talin sú eina sem til er af þeim skemmtunum.MYND/BYGGÐASAFN REYKJANESBÆJARGleymum jólabrjálæðinu Upphaf jólatrésskemmtanannna má rekja til Ásu Olavsen, sem var dönsk eiginkona Ólafs Olavsens, forstjóra Duusverslunarinnar. Einn sunnudaginn um sumar bauð hún börnunum í Keflavík heim í hús sitt, Fischershús. „Þar bauð hún upp á ýmsar kræsingar auk þess sem dansað var undir tónlist frá lírukassa. Þegar hún kvaddi börnin sagði hún þeim að hún myndi muna eftir þeim næstu jól en þá var börnunum boðið í fyrstu veisluna. Þá var Ása búin að skreyta sal en á miðju gólfinu stóð fallegt jólatré skreytt fallegu skrauti og smá leikföngum sem skipt var á milli barnanna þegar veislunni lauk.“ Guðlaug segist ímynda sér að jólatrésskemmtanirnar áður fyrr hafi haft svipuð áhrif eins og Ljósanótt gerir í dag, hreinlega lyft samfélaginu upp á annað plan. „Það segir sig nánast sjálft að á þessum tímum þar sem skortur var nokkur og íburður enginn hefur þetta svo sannarlega verið upplyfting í skammdeginu og eitthvað til að hlakka til. Í dag þegar við erum vön svo miklu tilstandi í kringum jólin, miklum glamúr og mikilli neyslu langar okkur hins vegar að horfa til baka og tóna hlutina aðeins niður og halda bara einfalda, litla jólaskemmtun þar sem hægt er að koma saman í fallegt gamaldags umhverfi í stutta stund, dansa í kringum jólatré og syngja saman og reyna að finna hinn sanna jólaanda og gleyma jólabrjálæðinu um stund.“ Jólatrésskemmtunin verður í Bryggjuhúsi Duus Safnahúsa í Reykjanesbæ, sunnudaginn 11. desember milli kl. 15 og 16. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Einu sinni var... Jól Reykjanesbær Mest lesið Laufabrauð Jól Samviskulegar smákökur Jól Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Sætar súkkulaðispesíur Jólin Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Karlar í nærbuxum Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól