Frænkur fara ótroðnar slóðir í jólaskreytingum: Klósettburstar heilluðu Sigrúnu og Þórdísi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2016 10:45 Sigrún og Þórdís skemmta sér vel um hver einustu jól. „Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð. Jólafréttir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð.
Jólafréttir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira