Liðin sem komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar | Bara tvö ensk lið í pottinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 22:15 Kalifa Coulibaly og félagar í Gent komust áfram eftir sigurmark á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Vísir/EPA Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verið í 32 liða úrslitin á mánudaginn. Manchester United vann sinn leik á útivelli og komst áfram í kvöld en jafntefli á heimavelli dugði ekki Southampton sem er úr leik. Fenerbahce kláraði sinn leik á móti Feyenoord í Hollandi og vann riðilinn. Úrslitin þýddu líka að Manchester United hefði mátt tapa á útivelli á móti botnliði Zorya Luhansk. Mörk frá Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimović sáu hinsvegar til þess að United vann 2-0 sigur. Southampton nægði marklaust jafntefli á heimavelli á móti Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael en Ísraelsmennirnir skoruðu þrettán mínútum fyrir leikslok. Southampton þurfti þar með tvö mörk og þeir náðu bara einu sem kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Það varð að fresta leik Sassuolo og Genk vegna þoku en það hefur engin áhrif á útkomuna því úrslitin voru ráðin í F-riðli og Genk var komið áfram. Landar þeirra í Gent unnu hinsvegar dramatískasta sigur kvöldsins því Kalifa Coulibaly skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu í uppbótartíma á útivelli á móti tyrkneska liðinu Konyaspor. Markið hans Coulibaly kom Gent upp fyrir portúgalska liðið Braga sem tapaði á sama tíma á móti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru komin áfram og enn neðar má síðan sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.Sigurvegarar riðlanna tólf: Fenerbahce frá Tyrklandi (A-riðill) APOEL frá Kýpur (B) Saint-Étienne frá Frakklandi (C) Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi (D) Roma frá Ítalíu (E) Athletic Bilbao frá Spáni (F) Ajax frá Hollandi (G) Shakhtar Donetsk frá Úkraínu (H) Schalke 04 frá Þýskalandi (I) Fiorentina frá Ítalíu (J) Sparta Prag frá Tékklandi (K) Osmanlıspor frá Tyrklandi (L)Liðin sem lentu í öðru sæti í riðlinum: Manchester United frá Englandi (A-riðill) Olympiacos frá Grikklandi (B) Anderlecht frá Belgíu (C) AZ Alkmaar frá Hollandi (D) Astra Giurgiu frá Rúmeníu (E) Genk frá Belgíu (F) Celta Vigo frá Spáni (G) Gent frá Belgíu (H) Krasnodar frá Rússlandi (I) PAOK frá Grikklandi (J) Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael (K) Villarreal frá Spáni (L)Liðin sem koma úr MeistaradeildinniÍ fyrsta styrkleikaflokki: FC Kaupmannahöfn frá Danmörku Lyon frá Frakklandi Tottenham frá Englandi Besiktas frá TyrklandiÍ öðrum styrkleikaflokki Rostov frá Rússlandi Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Ludogorets frá Búlgaríu Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verið í 32 liða úrslitin á mánudaginn. Manchester United vann sinn leik á útivelli og komst áfram í kvöld en jafntefli á heimavelli dugði ekki Southampton sem er úr leik. Fenerbahce kláraði sinn leik á móti Feyenoord í Hollandi og vann riðilinn. Úrslitin þýddu líka að Manchester United hefði mátt tapa á útivelli á móti botnliði Zorya Luhansk. Mörk frá Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimović sáu hinsvegar til þess að United vann 2-0 sigur. Southampton nægði marklaust jafntefli á heimavelli á móti Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael en Ísraelsmennirnir skoruðu þrettán mínútum fyrir leikslok. Southampton þurfti þar með tvö mörk og þeir náðu bara einu sem kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Það varð að fresta leik Sassuolo og Genk vegna þoku en það hefur engin áhrif á útkomuna því úrslitin voru ráðin í F-riðli og Genk var komið áfram. Landar þeirra í Gent unnu hinsvegar dramatískasta sigur kvöldsins því Kalifa Coulibaly skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu í uppbótartíma á útivelli á móti tyrkneska liðinu Konyaspor. Markið hans Coulibaly kom Gent upp fyrir portúgalska liðið Braga sem tapaði á sama tíma á móti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru komin áfram og enn neðar má síðan sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.Sigurvegarar riðlanna tólf: Fenerbahce frá Tyrklandi (A-riðill) APOEL frá Kýpur (B) Saint-Étienne frá Frakklandi (C) Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi (D) Roma frá Ítalíu (E) Athletic Bilbao frá Spáni (F) Ajax frá Hollandi (G) Shakhtar Donetsk frá Úkraínu (H) Schalke 04 frá Þýskalandi (I) Fiorentina frá Ítalíu (J) Sparta Prag frá Tékklandi (K) Osmanlıspor frá Tyrklandi (L)Liðin sem lentu í öðru sæti í riðlinum: Manchester United frá Englandi (A-riðill) Olympiacos frá Grikklandi (B) Anderlecht frá Belgíu (C) AZ Alkmaar frá Hollandi (D) Astra Giurgiu frá Rúmeníu (E) Genk frá Belgíu (F) Celta Vigo frá Spáni (G) Gent frá Belgíu (H) Krasnodar frá Rússlandi (I) PAOK frá Grikklandi (J) Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael (K) Villarreal frá Spáni (L)Liðin sem koma úr MeistaradeildinniÍ fyrsta styrkleikaflokki: FC Kaupmannahöfn frá Danmörku Lyon frá Frakklandi Tottenham frá Englandi Besiktas frá TyrklandiÍ öðrum styrkleikaflokki Rostov frá Rússlandi Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Ludogorets frá Búlgaríu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira