Blatter segir Infantino ekki sýna sér virðingu: „Drukkum rauðvín saman en tölum nú í gegnum lögfræðinga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2016 09:45 Sepp Blatter var nærri dauður. vísir/getty Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter. FIFA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter.
FIFA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira