Viðskipti erlent

Ryksugurisi þróar tannbursta

Sæunn Gísladóttir skrifar
Dyson er meðal annars þekkt fyrir vélmennaryksugur.
Dyson er meðal annars þekkt fyrir vélmennaryksugur. Vísir/Getty
Breski ryksugurisinn Dyson hefur sótt um einkaleyfi fyrir rafmagnstannbursta. The Memo greinir frá því að tannburstinn myndi hreinsa munn notenda með vatnsbunutækni.

Dyson er eitt af þekktustu vörumerkjum heims og framleiðir, auk ryksugna, meðal annars mjög öflugar handþurrkur. Nýverið sendi fyrirtækið frá sér Dyson Super­sonic hárþurrku sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Samkvæmt einkaleyfisumsókninni myndi tannburstinn vera með færanlegt handfang og alls konar tækni til að dreifa vatni um muninn. Tannburstinn myndi einnig geta sprautað upp annaðhvort hefðbundnu tannkremi eða öðrum vökva til að hreinsa munninn.

Líkur eru á að háþróuð sogtækni fyrirtækisins gæti komið sér vel við tannburstun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×