Loreen vann Eurovision árið 2012 með laginu Euphoria, sem náði gríðarlegum vinsældum í kjölfarið en lagið náði til að mynda í þriðja sæti breska smáskífulistans, en það var í fyrsta skipti sem Eurovision-lag utan Bretlands náði inn á þann lista frá árinu 1987 þegar Johnny Logan gerði það með Hold Me Now.
Loreen snýr aftur í undankeppni Eurovision í Svíþjóð

Loreen vann Eurovision árið 2012 með laginu Euphoria, sem náði gríðarlegum vinsældum í kjölfarið en lagið náði til að mynda í þriðja sæti breska smáskífulistans, en það var í fyrsta skipti sem Eurovision-lag utan Bretlands náði inn á þann lista frá árinu 1987 þegar Johnny Logan gerði það með Hold Me Now.
Tengdar fréttir

Íslendingar greiddu um 68 þúsund atkvæði
Íslendingar greiddu hátt í 68 þúsund atkvæði í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn. Flest atkvæðin fóru til Svíþjóðar, sem sigraði í keppninni, og næstflest til Eistlands sem fékk 10 stig frá Íslendingum.

Svíþjóð vann Eurovision - Ísland með 46 stig
Sænska söngkonan Loreen sigraði í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Aserbaídsjan í kvöld, lagið fékk 372 stig. Greta Salóme og Jónsi stóðu sig með stakri prýði en enduðu með 46 stig eða í 19. sæti.

"Mikilvægt að blanda saman frægð og mannréttindum“
Hugrún Halldórsdóttir fór til Stokkhólms á góðgerðarsamkomu til þess að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Hún hitti meðal annars Eurovision-stjörnuna Loreen. Myndband fylgir.

Á toppnum í 15 löndum
Lagið Euphoria með Loreen hefur farið á toppinn í fimmtán löndum eftir sigurinn í Eurovision. Björk er á meðal áhrifavalda sænsku söngkonunnar. Sigurlag Eurovision-keppninnar, Euphoria með sænsku söngkonunni Loreen, hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Eftir að úrslitin urðu ljós rauk lagið í toppsæti vinsældarlista iTunes í fimmtán löndum, þar á meðal í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Grikklandi, Spáni og Eistlandi. Það að lagið skuli hafa náð toppnum í Bretlandi er nokkuð merkilegt því þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eurovision-lag nær þeim árangri. Þá fór hin ástralska Gina G í efsta sætið með hinu grípandi Ooh Aah... Just a Little Bit sem hún söng fyrir hönd Bretlands. "Ég vona að Euphoria verði í hjörtum fólks eins lengi og mögulegt er," sagði Loreen eftir að sigurinn í Eurovision var í höfn.