Kraftgallinn er kominn aftur Ritstjórn skrifar 1. desember 2016 09:00 Flestir kannast vel við klassíska kraftgallann sem hélt á mörgum hita í lok síðustu aldar en síðan þá hefur lítið sést til loðfóðraða kuldagallans. En núna er hann mættur aftur í öllu sínu veldi, ætli það sé nýtt kraftgallatrend í uppsiglingu? Íslenska útivistarmerkið 66°Norður fagnar 90 ára afmæli sínu á þessu ári og að því tilefni var gerð sérstök afmælislína, í takmörkuðu upplagi, þar sem er að finna endurgerð af gömlum vinsælum flíkum eins og fyrrnefndum kraftgalla og líka nýjar flíkur þar sem innblástur var sóttur í arfleifð fyrirtækisins. Kría jakkinn er líka kominn aftur en hann kom fyrst árið 1991 og flíspeysa í svipuðum stíl. Það er smá nostalgía að skoða þessar flíkur sem voru svo vinsælar hér á landi fyrir nokkrum árum síðan. Hægt er að skoða línuna í dag í búð 66°Norður á Laugaveginum milli 17.30 og 19.30, meira um það hér. Tískan fer svo sannarlega í hringi og hver veit nema við verðum flest komin í kraftgallann og Kría jakkann áður en langt um líður. Okkur yrði allavega ekki kalt, svo mikið er víst. Það er óhætt að segja að kraftgallinn kemur sér vel í vetrarhörkunni.Kraftgalli, flíspeysa og samfestingur.Úlpurnar í afmælislínunni. Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Kallaðu mig Caitlyn Jenner Glamour Litadýrðin allsráðandi á frumsýningu Absolutely Fabulous Glamour Airwaves 2017: Loð og aftur loð Glamour Rihanna í öðruvísi myndaþætti Glamour
Flestir kannast vel við klassíska kraftgallann sem hélt á mörgum hita í lok síðustu aldar en síðan þá hefur lítið sést til loðfóðraða kuldagallans. En núna er hann mættur aftur í öllu sínu veldi, ætli það sé nýtt kraftgallatrend í uppsiglingu? Íslenska útivistarmerkið 66°Norður fagnar 90 ára afmæli sínu á þessu ári og að því tilefni var gerð sérstök afmælislína, í takmörkuðu upplagi, þar sem er að finna endurgerð af gömlum vinsælum flíkum eins og fyrrnefndum kraftgalla og líka nýjar flíkur þar sem innblástur var sóttur í arfleifð fyrirtækisins. Kría jakkinn er líka kominn aftur en hann kom fyrst árið 1991 og flíspeysa í svipuðum stíl. Það er smá nostalgía að skoða þessar flíkur sem voru svo vinsælar hér á landi fyrir nokkrum árum síðan. Hægt er að skoða línuna í dag í búð 66°Norður á Laugaveginum milli 17.30 og 19.30, meira um það hér. Tískan fer svo sannarlega í hringi og hver veit nema við verðum flest komin í kraftgallann og Kría jakkann áður en langt um líður. Okkur yrði allavega ekki kalt, svo mikið er víst. Það er óhætt að segja að kraftgallinn kemur sér vel í vetrarhörkunni.Kraftgalli, flíspeysa og samfestingur.Úlpurnar í afmælislínunni.
Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Kallaðu mig Caitlyn Jenner Glamour Litadýrðin allsráðandi á frumsýningu Absolutely Fabulous Glamour Airwaves 2017: Loð og aftur loð Glamour Rihanna í öðruvísi myndaþætti Glamour