Þar tekur hann fræga tónlistarmenn á rúntinn um Los Angeles og syngur með þeim frægustu lög listamannanna. Carpool Karaoke-myndböndin á YouTube er gríðarlega vinsæl og því bíða eflaust margir eftir næsta rúnti, þegar hinn lávaxni poppari Bruno Mars sest upp í bílinn með Corden.
Mars birti mynd af sér með Corden á Instagram og er greinilegt að hann verður á allra næstu dögum í þættinum.