Risatónleikar með Rammstein í Kórnum á næsta ári Benedikt Bóas skrifar 22. nóvember 2016 17:15 Tónleikarnir fara fram laugardaginn 20. maí næsta vor. „Margir sem sáu Rammstein árið 2001 segja tónleikana vera með þeim mögnuðustu sem fram hafa farið á Íslandi. Sú sýning var eins og barnaskólaleikrit í samanburði við það sjónarspil sem hljómsveitin stendur fyrir núna,“ segir Frosti Logason en hann hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi fyrir tónleika Rammstein í maí á næsta ári.Frosti Logason ásamt Harmageddon bróður sínum MánaÞýsku rokkrisarnir í Rammstein munu snúa aftur til Íslands á vormánuðum á næsta ári. Hljómsveitin hélt tvenna ákaflega eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll 15. og 16. júní árið 2001. Miðar á tónleikana ruku út og sátu margir rokkþyrstir eftir miðalausir með þurrar rokkkverkar. Á seinni tónleikunum tilkynnti hljómsveitin í lokin að hún elskaði Ísland, og að hún hygðist koma aftur fljótlega. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Rammstein hefur breyst úr sérviskulegri neðanjarðarhljómsveit í eina stærstu rokkhjómsveit heims. „Það er því mikið gleðiefni að Rammstein hafi loksins tök á að snúa aftur til Íslands,“ segir Frosti og bætir við að tónleikarnir verði í stærðarskala Justins Timberlake og nafna hans Biebers.Hér fyrir neðan má sjá Rammstein flytja lagið Du Hast á þýsku þungarokkshátíðinni Wacken árið 2014.„Tónleikarnir verða í Kórnum í Kópavogi og mun hljómsveitin flytja fimmtán gáma af búnaði til landsins, þrefalt hjóðkerfi, eldvörpur og gríðarlega viðamikinn ljósabúnað. Það verður hvergi slegið af og Rammstein kemur með stærstu útgáfu af sýningunni sinni,“ segir Frosti og bætir við líkt og Bjarni Felixson íþróttafréttamaður: „Það er næsta víst að annað eins mun aldrei hafa sést hérlendis.“Rammstein hefur selt yfir 10 milljónir platna og setið á toppi vinsældalista um víða veröld.vísir/gettyNánar verður tilkynnt um fyrirkomulag miðasölu á næstu dögum, sem fer fram á tix.is og hefst 1. desember. „Það er búist við miklum fjölda tónleikagesta frá Þýskalandi og því verða eingöngu um 13.000 miðar í boði fyrir íslenska aðdáendur,“ segir Frosti en aðeins verða þessir einu tónleikar sem fara fram laugardaginn 20. maí 2017. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Margir sem sáu Rammstein árið 2001 segja tónleikana vera með þeim mögnuðustu sem fram hafa farið á Íslandi. Sú sýning var eins og barnaskólaleikrit í samanburði við það sjónarspil sem hljómsveitin stendur fyrir núna,“ segir Frosti Logason en hann hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi fyrir tónleika Rammstein í maí á næsta ári.Frosti Logason ásamt Harmageddon bróður sínum MánaÞýsku rokkrisarnir í Rammstein munu snúa aftur til Íslands á vormánuðum á næsta ári. Hljómsveitin hélt tvenna ákaflega eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll 15. og 16. júní árið 2001. Miðar á tónleikana ruku út og sátu margir rokkþyrstir eftir miðalausir með þurrar rokkkverkar. Á seinni tónleikunum tilkynnti hljómsveitin í lokin að hún elskaði Ísland, og að hún hygðist koma aftur fljótlega. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Rammstein hefur breyst úr sérviskulegri neðanjarðarhljómsveit í eina stærstu rokkhjómsveit heims. „Það er því mikið gleðiefni að Rammstein hafi loksins tök á að snúa aftur til Íslands,“ segir Frosti og bætir við að tónleikarnir verði í stærðarskala Justins Timberlake og nafna hans Biebers.Hér fyrir neðan má sjá Rammstein flytja lagið Du Hast á þýsku þungarokkshátíðinni Wacken árið 2014.„Tónleikarnir verða í Kórnum í Kópavogi og mun hljómsveitin flytja fimmtán gáma af búnaði til landsins, þrefalt hjóðkerfi, eldvörpur og gríðarlega viðamikinn ljósabúnað. Það verður hvergi slegið af og Rammstein kemur með stærstu útgáfu af sýningunni sinni,“ segir Frosti og bætir við líkt og Bjarni Felixson íþróttafréttamaður: „Það er næsta víst að annað eins mun aldrei hafa sést hérlendis.“Rammstein hefur selt yfir 10 milljónir platna og setið á toppi vinsældalista um víða veröld.vísir/gettyNánar verður tilkynnt um fyrirkomulag miðasölu á næstu dögum, sem fer fram á tix.is og hefst 1. desember. „Það er búist við miklum fjölda tónleikagesta frá Þýskalandi og því verða eingöngu um 13.000 miðar í boði fyrir íslenska aðdáendur,“ segir Frosti en aðeins verða þessir einu tónleikar sem fara fram laugardaginn 20. maí 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira