Fótbolti

Leikmaður PSG í farbanni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vandræðagemsinn Serge Aurier.
Vandræðagemsinn Serge Aurier. vísir/getty
Serge Aurier fékk ekki að fara með liði sínu, Paris Saint-Germain, til Lundúna þar sem frönsku meistararnir mæta Arsenal í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Aurier var neitað um vegabréfsáritun þar sem hann fékk tveggja mánaða fangelsisdóm í september fyrir að lemja lögreglumann.

Forráðamenn PSG eru æfir yfir þessari ákvörðun breskra yfirvalda, og þá sérstaklega tímasetningunni.

Aurier er ekki barnanna bestur en fyrr á þessu ári varð hann uppvís að því að móðga Laurent Blanc, fyrrverandi knattspyrnustjóra PSG, á samfélagsmiðlinum Periscope.

Leikur Arsenal og PSG á morgun er gríðarlega mikilvægur en liðin keppast um að vinna A-riðil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×