Stílhreint og ilmandi jólaborð Vera Einarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 14:00 Það er einfalt en jafnframt fallegt að skreyta með könglum. MYNDIR/ANTON Desertkokkurinn Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir hefur næmt auga og finnst gaman að gera fínt í kringum sig. Hún er ekki farin að halda eigin jól en býður þó yfirleitt heim um hátíðarnar. Hún gefur hugmynd að stílhreinni borðskreytingu.Sylvía starfar við kökugerð hjá Sætum syndum. Hér er hún með jólakökuna í ár.„Könglana keypti ég í Rúmfatalagernum og Pier og blandaði við annað skraut sem ég átti til. Ég stillti þremur hvítum kubbakertum á dúklagt borð og raðaði könglunum og skrauti í kring. Ég dreifði svo nokkrum rósmarínlaufum yfir til að fá smá grænt á móti og góða lykt,“ útskýrir Sylvía. Hún notaði það líka til að skreyta diskana. „Ég keypti gyllta hringi í Litum og föndri og festi rósmaríngreinarnar á með vír. Hringina lagði ég svo ofan á hverja servíettu.“ Sylvía setti jafnframt nokkra köngla á háan kökudisk með glerkúpli enda vel hægt að nota slíka diska undir annað en kökur og kræsingar. Þeir fóru líka ofan í glæran kertastjaka. Sylvía segir þurfa að gæta þess að ofhlaða ekki borðið með skrauti enda þarf að vera pláss fyrir matinn. Hún leggur jafnframt áherslu á einfaldleikann enda yfirleitt í nægu að snúast þegar von er á gestum eða mikið stendur til. „Það er vel hægt að skreyta fallega án þess að eyða í það allt of miklum tíma. Aðspurð segir hún að bæði hún og unnustinn hafi gaman af eldhúsverkunum. „Maðurinn minn hefur sérstaklega gaman af því að elda. Ég er meira í kökugerð og eftirréttum svo við vinnum ágætlega saman.“ Sylvía bloggaði um tíma á fagurkerar.is en opnaði nýverið heimilis- og lífsstílsbloggið Ynjur.is ásamt sex öðrum konum. Þar gefur hún uppskriftir og hugmyndir að föndri og skrauti. „Ég er voðalegur dúllari í mér og vona að bloggið geti veitt öðrum innblástur.“ Sylvía er desertkokkur eða pastry chef að mennt og starfar við kökugerð hjá Sætum syndum þar sem hún fær ekki síður útrás fyrir sköpunarþörfina. Jólakaka Sætra synda í ár er hvít með gylltu blúndumunstri. Sylvía segir hana mjög dæmigerða fyrir hennar smekk. Sylvía batt rósmaríngreinar með vír utan um gyllta hringi og lagði á hvern disk. Hún segir rósmarínið ekki aðeins fallegt heldur gefur það líka góða lykt.Sylvía er hrifin af könglum og blandar þeim við annað skraut.Það kemur vel út að nota kökudiska á fæti undir skraut. Jól Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Mömmukökur bestar Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Eltist ekki við tísku í skreytingum Jól Bjart er yfir Betlehem Jól
Desertkokkurinn Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir hefur næmt auga og finnst gaman að gera fínt í kringum sig. Hún er ekki farin að halda eigin jól en býður þó yfirleitt heim um hátíðarnar. Hún gefur hugmynd að stílhreinni borðskreytingu.Sylvía starfar við kökugerð hjá Sætum syndum. Hér er hún með jólakökuna í ár.„Könglana keypti ég í Rúmfatalagernum og Pier og blandaði við annað skraut sem ég átti til. Ég stillti þremur hvítum kubbakertum á dúklagt borð og raðaði könglunum og skrauti í kring. Ég dreifði svo nokkrum rósmarínlaufum yfir til að fá smá grænt á móti og góða lykt,“ útskýrir Sylvía. Hún notaði það líka til að skreyta diskana. „Ég keypti gyllta hringi í Litum og föndri og festi rósmaríngreinarnar á með vír. Hringina lagði ég svo ofan á hverja servíettu.“ Sylvía setti jafnframt nokkra köngla á háan kökudisk með glerkúpli enda vel hægt að nota slíka diska undir annað en kökur og kræsingar. Þeir fóru líka ofan í glæran kertastjaka. Sylvía segir þurfa að gæta þess að ofhlaða ekki borðið með skrauti enda þarf að vera pláss fyrir matinn. Hún leggur jafnframt áherslu á einfaldleikann enda yfirleitt í nægu að snúast þegar von er á gestum eða mikið stendur til. „Það er vel hægt að skreyta fallega án þess að eyða í það allt of miklum tíma. Aðspurð segir hún að bæði hún og unnustinn hafi gaman af eldhúsverkunum. „Maðurinn minn hefur sérstaklega gaman af því að elda. Ég er meira í kökugerð og eftirréttum svo við vinnum ágætlega saman.“ Sylvía bloggaði um tíma á fagurkerar.is en opnaði nýverið heimilis- og lífsstílsbloggið Ynjur.is ásamt sex öðrum konum. Þar gefur hún uppskriftir og hugmyndir að föndri og skrauti. „Ég er voðalegur dúllari í mér og vona að bloggið geti veitt öðrum innblástur.“ Sylvía er desertkokkur eða pastry chef að mennt og starfar við kökugerð hjá Sætum syndum þar sem hún fær ekki síður útrás fyrir sköpunarþörfina. Jólakaka Sætra synda í ár er hvít með gylltu blúndumunstri. Sylvía segir hana mjög dæmigerða fyrir hennar smekk. Sylvía batt rósmaríngreinar með vír utan um gyllta hringi og lagði á hvern disk. Hún segir rósmarínið ekki aðeins fallegt heldur gefur það líka góða lykt.Sylvía er hrifin af könglum og blandar þeim við annað skraut.Það kemur vel út að nota kökudiska á fæti undir skraut.
Jól Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Mömmukökur bestar Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Eltist ekki við tísku í skreytingum Jól Bjart er yfir Betlehem Jól