Níu ára jólastjarna frá Grindavík: Leið vel þegar Björgvin kom inn í skólastofuna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:30 Nóg er fram undan hjá Guðrúnu Lilju Dagbjartsdóttur, en hún hefur verið valin Jólastjarnan 2016. Fréttablaðið/Ernir „Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni. Grindavík Jólastjarnan Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira
„Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni.
Grindavík Jólastjarnan Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira