Nautn – Erótík og tengsl við munúð efnisins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 11:30 Inga Jónsdóttir safnstjóri, Jóhann Ludwig, Helgi Hjaltalín, Birgir, Anna, Eygló og Guðný. Lengst til hægri er Hlynur Hallsson safnstjóri. Mynd/Daníel Starrrason Nautn / Conspiracy of Pleasure er samstarfssýning Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri. Hún var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verður opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigðamunur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neysluhyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýsingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að innihaldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er beintengdust við erótíkina í sínum verkum er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðardóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrundvöll. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri viðkvæmara að fjalla um annars staðar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Nautn / Conspiracy of Pleasure er samstarfssýning Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri. Hún var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verður opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigðamunur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neysluhyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýsingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að innihaldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er beintengdust við erótíkina í sínum verkum er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðardóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrundvöll. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri viðkvæmara að fjalla um annars staðar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira