Ísland – best í heimi? Helga Vala Helgadóttir skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Sterkasta fólkið, fallegasta konan, magnaðir listamenn, einstök náttúra, glataðasta heilbrigðiskerfið. Nei, kannski ekki alveg glataðasta heilbrigðiskerfið en nú sýna nýjustu tölur að hvergi nokkurs staðar innan OECD-ríkja heims eru framlög lægri til heilbrigðismála. Hvergi! Hvað er eiginlega að okkur? Af hverju leyfum við þessu að gerast? Við höfum hingað til státað okkur af því að búa yfir góðu heilbrigðiskerfi en tökum á sama tíma þá ákvörðun að svelta það. Ákveðið já, því þetta er ekkert annað en pólitísk ákvörðun fólks sem fer með fjárveitingavaldið. Það ákveður að svelta heilbrigðiskerfið okkar svo mikið að það stórsér á því. Einungis ýtrustu bráðatilvik virðast unnin af einstakri natni enda starfsfólkið enn með hjartað á réttum stað, en biðin er löng og tækin úr sér gengin. Starfsfólkið undir ómennsku álagi mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Þetta er val okkar. Val okkar sem kjósum fjárveitingavaldið yfir okkur. Fyrir kosningar voru allir frambjóðendur sammála um að heilbrigðiskerfið væri í algjörum forgangi. En nú heyrist ekki bofs um hvernig stjórnmálafólkið hyggst beita sér. Það má ekki tala um að hækka skatta til að auka tekjur en samt þykjast allir vilja auka útgjöld til heilbrigðismála. Það má ekki tala um að taka hærri rentu af þeim sem moka inn milljörðum úr hafinu okkar en samt þykjast allir vilja hækka framlag til heilbrigðismála. Ég fer fram á það sem skattgreiðandi í þessu landi að fyrsta og jafnframt aðalverkefni nýrrar ríkisstjórnar verði að koma okkur aftur inn á kort ríkja með sómasamlega heilbrigðisþjónustu. Það er skömm að þessu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun
Sterkasta fólkið, fallegasta konan, magnaðir listamenn, einstök náttúra, glataðasta heilbrigðiskerfið. Nei, kannski ekki alveg glataðasta heilbrigðiskerfið en nú sýna nýjustu tölur að hvergi nokkurs staðar innan OECD-ríkja heims eru framlög lægri til heilbrigðismála. Hvergi! Hvað er eiginlega að okkur? Af hverju leyfum við þessu að gerast? Við höfum hingað til státað okkur af því að búa yfir góðu heilbrigðiskerfi en tökum á sama tíma þá ákvörðun að svelta það. Ákveðið já, því þetta er ekkert annað en pólitísk ákvörðun fólks sem fer með fjárveitingavaldið. Það ákveður að svelta heilbrigðiskerfið okkar svo mikið að það stórsér á því. Einungis ýtrustu bráðatilvik virðast unnin af einstakri natni enda starfsfólkið enn með hjartað á réttum stað, en biðin er löng og tækin úr sér gengin. Starfsfólkið undir ómennsku álagi mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Þetta er val okkar. Val okkar sem kjósum fjárveitingavaldið yfir okkur. Fyrir kosningar voru allir frambjóðendur sammála um að heilbrigðiskerfið væri í algjörum forgangi. En nú heyrist ekki bofs um hvernig stjórnmálafólkið hyggst beita sér. Það má ekki tala um að hækka skatta til að auka tekjur en samt þykjast allir vilja auka útgjöld til heilbrigðismála. Það má ekki tala um að taka hærri rentu af þeim sem moka inn milljörðum úr hafinu okkar en samt þykjast allir vilja hækka framlag til heilbrigðismála. Ég fer fram á það sem skattgreiðandi í þessu landi að fyrsta og jafnframt aðalverkefni nýrrar ríkisstjórnar verði að koma okkur aftur inn á kort ríkja með sómasamlega heilbrigðisþjónustu. Það er skömm að þessu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun