Þessir 7 keppa um bíl ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 10:51 Toyota C-HR er einn þeirra bíla sem komnir eru í úrslit. Sjö bílar hafa verið valdir til úrslita í valinu á bíl ársins í Evrópu þetta árið. Það eru 58 bílablaðamenn frá 22 löndum sem velja bíl ársins að þessu sinni og völdu þeir 7 bíla af 30 sem komist höfðu í forvalið. Bílarnir sem til greina koma eru Alfa Romeo Giulia, Citroën C3, Mercedes Benz E-Class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo S90/V90. Af þessum 7 bílum eru 5 þeirra sérstaklega smíðaðir fyrir Evrópumarkað, en Nissan Micra og Toyota C-HR teljast heimsbílar sem smíðaðir eru fyrir alla bílamarkaði heims. Aðeins einn af þessum 7 bílaframleiðendum sem eiga bíla í úrslitum nú hefur aldrei unnið til verðlaunanna bíll ársins í Evrópu áður en það er Volvo. Enginn kóreskur eða bandarískur bílaframleiðandi náði með bíl í úrslit þessu sinni og eru þeir allir annaðhvort evrópskir eða japanskir. Né heldur náði nokkur rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll eða Hybrid bíll í úrslit. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent
Sjö bílar hafa verið valdir til úrslita í valinu á bíl ársins í Evrópu þetta árið. Það eru 58 bílablaðamenn frá 22 löndum sem velja bíl ársins að þessu sinni og völdu þeir 7 bíla af 30 sem komist höfðu í forvalið. Bílarnir sem til greina koma eru Alfa Romeo Giulia, Citroën C3, Mercedes Benz E-Class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo S90/V90. Af þessum 7 bílum eru 5 þeirra sérstaklega smíðaðir fyrir Evrópumarkað, en Nissan Micra og Toyota C-HR teljast heimsbílar sem smíðaðir eru fyrir alla bílamarkaði heims. Aðeins einn af þessum 7 bílaframleiðendum sem eiga bíla í úrslitum nú hefur aldrei unnið til verðlaunanna bíll ársins í Evrópu áður en það er Volvo. Enginn kóreskur eða bandarískur bílaframleiðandi náði með bíl í úrslit þessu sinni og eru þeir allir annaðhvort evrópskir eða japanskir. Né heldur náði nokkur rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll eða Hybrid bíll í úrslit.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent