Fiat erfingi laug til um eigið mannrán Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 15:37 Lapo Elkann lifir hátt, en ef til vill of hátt. Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent
Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent